Laun Heiðu hækkuðu um 50 prósent og Hildur segir ámælisvert að hún hafi ekki sagt af sér
Sunna Karen Sigurþórsdóttir
2025-03-09 12:44
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Laun Heiðu Bjargar Hilmisdóttur fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hækkuðu um fimmtíu prósent á síðustu tveimur árum, en ekki 170 prósent líkt og greint hafði verið frá. Laun hennar nema 3,8 milljónum á mánuði. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að Heiða Björg hafi ekki sagt af sér formennsku þegar hún tók við sem borgarstjóri.
„Starf borgarstjóra er auðvitað í grunninn vel launað vegna þess að því fylgir mikil ábyrgð og það er krafa um að vera á vaktinni öllum stundum,“ segir Hildur.
„Það sem mér þykir hins vegar mjög ámælisvert er að borgarstjóri skuli samhliða þessu sinna starfi formanns Sambandsins. Það er skilgreint hálft starf og það er engin leið að sinna báðum störfum svo vel sé, og það hefði verið langhreinlegast að hún hefði sagt sig frá þessari formennsku um leið og hún tók við sem borgarstjóri.“
Töldu ekki með yfirvinnu
Morgunblaðið greindi frá því í gær að laun formanns sambandsins hefðu hækkað um 170 prósent frá árinu 2023. Launin hefðu verið 278 þúsund krónur en væru nú tæpar 870 þúsund krónur. Í yfirlýsingu frá sambandinu kemur fram að hækkunin sé ekki svo mikil, heldur 50 prósent, því gleymst hefði að telja með yfirvinnu.
Heiða Björg hefur hafnað viðtölum vegna málsins. Hildur segir ekki óeðlilegt að borgarfulltrúar fái góð laun en eðlilegt sé að gera kröfu um að þeir sinni störfum sínum af heilum hug og séu ekki í öðrum störfum samhliða.
„Ég hef líka í grunninn verið þeirrar skoðunar að það mætti alveg fækka borgarfulltrúum. Hafa starfið áfram ágætlega borgað en fækka borgarfulltrúum aftur niður í 15, eins og áður var,“ segir Hildur.
Nafnalisti
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
- Hildur Björnsdóttiroddviti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 275 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 85,7%.
- Margræðnistuðull var 1,68.