Vegagerðin um banaslysið við Steinafjall: „Það verður lagst yfir hvaða aðgerðir er hægt að fara í núna“

Erla María Davíðsdóttir

2025-04-01 12:59

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Skoðað verður á næstu dögum til hvaða aðgerða er hægt grípa til koma í veg fyrir grjóthrun úr Steinafjalli undir Eyjafjöllum. Þetta segir svæðisstjóri hjá Vegagerðinni. Banaslys varð þar í gær þegar grjót hrundi á bíl á Suðurlandsvegi.

Grjótið mest megnis utan vegar

Slysið varð á Suðurlandsvegi rétt eftir hádegi í gær þegar grjót hrundi úr Steinafjalli, rétt vestan við Holtsós, á bifreið sem ekið var í austurátt. Kona sem ók henni klemmdist inni og var úrskurðuð látin á vettvangi. Þrjár konur, allt erlendir ferðamenn voru í bílnum, tvær þeirra sluppu með minni háttar áverka.

Svanur Geir Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, segir starfsmenn hafa vaktað svæðið fram yfir miðnætti. Hreinsunarvinna hafi tekið skamma stund þar sem grjótið hafi mest megnis fallið utan vegar.

Engar grjótvarnir á svæðinu

er grjóthrun á þessu svæði algengt. Eru einhver net eða vegrið sem stoppa það þetta kastist út á veginn?

Nei, það er því miður ekki, það vissulega í gegnum tíðina hefur alltaf fallið grjót öðru hvoru. En sem betur fer aldrei alvarleg slys, svo ég viti, segir Svanur.

Hugmyndir séu þó á teikniborðinu.

Eins og setja upp svokallaða skápa til koma í veg fyrir grjót fari inn á veg. En það hefur svo sem ekki orðið af þeim framkvæmdum enn þá. Það eru margir staðir á vegakerfinu á Íslandi þar sem vissulega er grjóthrunshætta, og kannski meiri en hefur verið þarna. Þetta er alltaf spurning um forgangsröðun.

Ingveldur Anna Sigurðardóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, gagnrýnir Vegagerðina fyrir aðgerðaleysi á svæðinu í stöðuuppfærslu á Facebook í gær. Hún segir Vegagerðina lengi hafa vitað af hættunni. Fjöldi ferðamanna, fólk á leið til vinnu og skólabílar með börn fari daglega þarna um.

Okkur þykir þetta alveg hörmulegur atburður auðvitað, en það verður bara lagst yfir það hvaða aðgerðir er hægt fara í og grípa til núna á næstunni, segir Svanur.

Nafnalisti

  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Ingveldur Anna Sigurðardóttir24 ára meistaranemi í lögfræði við Háskóla Íslands
  • Svanur Geir Bjarnasonsvæðisstjóri suðursvæðis hjá Vegagerðinni

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 344 eindir í 23 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 91,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,59.