Sæki samantekt...
Stysta eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni er lokið og stóð það í rúmar sex klukkustundir. Óvissa er um framhaldið — því mikil smáskjálftavirkni er við norðurenda kvikugangsins um fjóra kílómetra norður af Keili. Vísindamönnum þykir æ ólíklegra að fari að gjósa þar samkvæmt samantekt á vef Veðurstofu Íslands. Sigdalur hefur myndast á hinum 20 kílómetra langa kvikugangi á milli Keilis og Litla-Skógfells. Þar er kvika á eins og hálfs kílómetra dýpi. Landsig er hætt í Svartsengi. Það nam 25 sentimetrum. Á gervitunglamyndinni sjást sprungur á Reykjanestá þar sem skjálfti af stærðinni 5,3 varð í fyrradag.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 100 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,76.