SOS Barnaþorp styðja börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu í Malaví

Innanríkisráðuneyti

2025-03-26 13:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Verkefni SOS Barnaþorpa í Ngabu í Chikawawa héraði í suðurhluta Malaví hefur skilað góðum árangri samkvæmt nýlegri óháðri úttekt sem alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið VIG framkvæmdi fyrir utanríkisráðuneytið. Úttektin sýnir ennfremur fram á heimili í viðkvæmri stöðu hafa orðið sjálfbjarga í meira mæli en væntingar stóðu til um. SOS Barnaþorp hafa um árabil verið einn af lykilsamstarfsaðilum ráðuneytisins í þróunarsamvinnu.

Verkefni SOS Barnaþorpa snýst meðal annars um veita börnum og ungmennum umönnun og vernd, bæta aðgengi þeirra menntun og styðja samfélög í veita þessum börnum og ungmennum viðunandi bakland. Um 320 umönnunaraðilar fengu þjálfun í jákvæðu foreldrahlutverki og 93,3% þeirra beita nýrri þekkingu til bæta umönnun og vernd barna. Umtalsverður árangur hefur náðst við bæta aðgengi menntun fyrir börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu enda jókst skólasókn á verkefnasvæðinu úr 296 við upphaf verkefnis árið 2022 í 969 nemendur árið 2024.

Það er ánægjulegt sjá haldbæran árangur í verkefninu þrátt fyrir áföll á borð við fellibylinn Freddy sem dunið hafa yfir á verkefnatímanum. Framlag SOS Barnaþorpa rímar enn fremur vel við annan stuðning Íslands í Malaví en landið er eitt það fátækasta í álfunni. Aukinn viðnámsþróttur og sjálfbærni er algjört lykilatriði í verkefnum sem styðja við viðkvæma hópa, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.

Verkefnið hefur gengið vonum framar þegar kemur því auka viðnámsþrótt samfélaga, bæði hvað varðar náttúruhamfarir eða efnahagsleg áföll. Alls hafa 322 fjölskyldur notið góðs af smálánaáætlun, geitabúskap, skógrækt og ræktunar korns af ýmsu tagi. Tvö staðbundin grasrótarsamtök fengu þjálfun í vernd barna og var hlutverk barnaverndanefnda og mæðrahópa styrkt í því hlutverki fara með mál sem varða snemmbær hjónabönd og ofbeldi gegn börnum. Samfélög eru því betur í stakk búin fást við ofbeldismál, þó enn þörf á aukinni þjálfun í meðferð mála og kærum til yfirvalda.

Við framkvæmd verkefnisins hefur verið treyst á þátttöku samfélaga í Malaví og leitast eftir samlegð við önnur þróunarsamvinnuverkefni. Verkefnið er metið sjálfbært og líkur á því jákvæð áhrif þess muni vara áfram. Í úttektinni eru lagðar fram tillögur sem varða framkvæmd verkefnisins og eru til þess fallnar bæta framkvæmd verkefnisins til hámarka árangur.

Nafnalisti

  • Freddyfellibylur
  • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirformaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 374 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 93,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.