Íþróttir

FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-04-03 20:01

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Sýrlenski varnarmaðurinn Ahmad Faqa spilar með FH í Bestu deild karla í fótbolta í sumar en leikmaðurinn samdi við Hafnarfjarðarfélagið rétt fyrir mót.

Ahmad Faqa er 22 ára gamall og kemur á láni frá sænska liðinu AIK frá Stokkhólmi. Fótbolti.net segir frá en á miðlum FH mátti sjá nýr leikmaður var í myndatöku.

Faqa er sýrlenskur varnarmaður og náði spila sjö leiki með AIK í sænsku deildinni í fyrra. Í öll skiptin kom hann þó inn á sem varamaður og spilaði því aðeins samtals í 57 mínútur.

Faqa þekkir það spila á Íslandi því hann spilaði með HK í Bestu deildinni sumarið 2023 og hjálpaði þá Kópavogsliðinu halda sér í deildinni.

Faqa spilaði 25 leiki með HK sumarið 2023 og skoraði tvö mörk. Hann spilaði þá annan leikinn á móti FH en var í leikbanni í hinum. Mörkin hans komu á móti Fram og KA.

Faqa hefur spilað fimm landsleiki fyrir Sýrland og skoraði í þeim síðasta á móti Pakistan í síðasta mánuði.

Nafnalisti

  • Ahmad Faqatvítugur Sýrlendingur með tvöfalt ríkisfang
  • AIKsænskt knattspyrnufélag

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 175 eindir í 10 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,87.