Stjórnmál

„Undarlegt að fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar „menntasnobb““

Eyjan

2025-03-26 13:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jónas Már Torfason, lögmaður og fyrrum blaðamaður, birti færslu á Facebook í gær sem hefur vakið mikla athygli. Fór Jónas þar hörðum orðum um þá sem hafa gert grín nýjum mennta- og barnamálaráðherra, Guðmundi Inga Kristinssyni, fyrir tala brotakennda ensku. Jónas sagði þetta skýrt dæmi um stéttahroka, enda engin krafa gerð um það á Íslandi embættismenn séu langskólagengnir.

Björn Leví Gunnarsson, fyrrum þingmaður Pírata, tekur undir þetta með Jónasi. Eina hæfniskrafa þingmanna þeirra eigin sannfæring. Hins vegar megi ekki bara afskrifa gagnrýnina á ráðherra sem stéttahroka án þess reyna skilja hvaðan gagnrýni kemur. Brotakennd enska gefi ásýnd vanhæfni. Það ekki nóg skipa í embætti eftir sannfæringu viðkomandi heldur þurfi eins gæta hæfni. Prófgráður séu ekki endilega trygging á hæfni heldur gefi tilteknar vísbendingar um hæfni til staðar, alveg eins og skortur á enskukunnáttu er ekki sönnun á vanhæfni heldur vísbending um slíkt.

Björn skrifar um málið á Facebook:

Þetta er rosalega mikilvægt. EINA hæfnikrafa þingmanna samkvæmt stjórnarskrá er sannfæring þeirra. Það er meira að segja varla hæfnikrafa heldur er það vörn fyrir þingmenn gagnvart þrýstingi frá kjósendum. Á þann hátt vegna þess við erum með leynilegar kosningar, þá á enginn og getur enginn krafist eins neins af þingmanni í krafti þess hafa ljáð honum atkvæði sitt.

Þetta þýðir þingmenn eru algerlega óháðir og sjálfstæðir í störfum sínum. Einungis bundnir sannfæringu sinni. En við veljum auðvitað fólk til þessara starfa í krafti sannfæringar þeirra. við teljum hinn eða þennan frambjóðanda hafa þá sannfæringu sem við teljum geti komið samfélaginu okkar á betri stað en aðrir sannfæring annarra frambjóðenda býður upp á. Það er auðvitað verulega flókiðog hefur alveg gerst oftar en einu sinni okkur birtist sannfæring einhverra þingmanna sem við vissum ekki af.

En sannfæring er ekki hæfni í lesa á ensku eða kunna hagfræði eða lögfræði eða nokkur önnur kunnátta eða þekking. Allir eiga geta sinnt þessu starfi ef þeir sinna bara sannfæringu sinni. Það mætti einmitt vera meira um það.

Á sama tíma skynja ég ákveðna gagnrýni tengda þessu máli sem ég held gott vita af og skilja. Af því ásýnd þess geta ekki stafað sig í gegnum enskan texta í upplestri gefur _ ásýnd _ vanhæfni. Það fólki finnist undarlegt vera með ráðherra sem getur ekki einu sinni lesið enskan texta er ekki óeðlileg skoðun. Það er vísu skoðun sem skiptir engu máli í samhengi þess fylgja sannfæringu sinnien það er ekki óeðlileg skoðun samt.

Þess vegna finnst mér undarlegt fólk gagnrýni þá skoðun sem einhvers konar menntasnobb eða eitthvað þvíumlíkt-því þó við þurfum fólk sem sinnir sannfæringu sinni þá þurfum við líka hæft fólk. Mikið afskaplega þurfum við á hæfu fólki halda. En rétt eins og geta ekki lesið sig í gegnum enskan texta þá er prófgráða heldur engin vottun upp á hæfni. Ég klóra mér oft í hausnum um hvernig sumir virðast hafa fengið doktorsprófin sín úr morgunkornspakka athugasemdir þeirra í sumum málum eru svo út úr kortinu.

Þetta er einfaldlega þannig menntun er vísbending um hæfni, ekki trygging. Vangeta til þess geta lesið enskan texta er vísbending um vanhæfni, ekki sönnun. Það hafa skoðun á því fram og til bakaaf því vísbendingar ber skoða. En þegar allt kemur til alls, varðandi kjörna fulltrúa, þá er það sannfæring þeirra sem við eigum hafa mestar skoðanir á. Ákvarðanirnar sem þau takahvort það séu góðar ákvarðanir eða ekki.

Nafnalisti

  • Björn Leví Gunnarssonfulltrúi Pírata
  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Guðmundur Ingi Kristinssonþingmaður Flokks fólksins
  • Jónas Már Torfasonsonur Ölmu Möller landlæknis

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 637 eindir í 35 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 31 málsgrein eða 88,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.