EfnahagsmálViðskipti

Hækkun sögð gera Ísland fátækara

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 09:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Í stuttu máli sagt eru hugmyndirnar í hinum framlögðu frumvarpsdrögum skilvirk leið til gera Ísland fátækara og fábreyttara. Vandséð er hvernig það getur talist réttlætismál. Það mun að minnsta kosti ekki bæta hag almennings í landinu, segir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, í umsögn sinni um frumvarpsdrög ríkisstjórnarinnar um hækkun veiðigjalds.

Veiðigjald er skattur á atvinnulíf sem er fyrst og fremst utan höfuðborgarsvæðisins. Það stuðlar því veikara og fábreyttara atvinnulífi á landsbyggðinni, fullyrðir hann og segir ljóst þeir sem fyrst og fremst hagnast á því veiðigjöld verði hækkuð til muna séu samkeppnisaðilar Íslands á alþjóðlegum fiskmörkuðum.

Ragnar er ómyrkur í máli og segir þá umfangsmiklu hækkun sem lögð til í frumvarpi Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra öllum líkindum veikja sjávarútveginn sem atvinnuveg, minnka útflutningsverðmæti sjávarafurða og lækka þannig tekjur þjóðarbúsins.

Áhrifin á aðra atvinnuvegi eru einnig neikvæð. Þau munu öðru jöfnu draga úr fjárfestingarvilja í landinu sem dregur úr hagvexti og lækkar þjóðartekjur framtíðarinnar enn frekar. Lækkun þjóðartekna rýrir lífskjör landsmanna. Þar með mun draga úr eftirspurn í hagkerfinu og aðrir atvinnuvegir þjóðarinnar veikjast enn meira. Þegar fram í sækir munu skatttekjur hins opinbera því minnka þrátt fyrir hækkuð veiðigjöld.

Gagnrýnir vinnubrögð

Einboðið er þær hækkanir á veiðigjaldi sem lagðar eru til í frumvarpsdrögunum séu af slíkri stærðargráðu þær muni breyta með afdrifaríkum hætti rekstrarskilyrðum í sjávarútvegi, sögn Ragnars.

Hann segir þó engin merki [um] höfundar draganna hafi nýtt sér eða yfirleitt tekið tillit til þeirrar miklu þekkingar sem til er um sjávarútveginn. Engu líkara en drögin hafi verið samin í samræmi við fyrirframgefna niðurstöðu án nokkurrar marktækrar viðleitni til hafa það sem sannara reynist.

Ragnar segir frumvarpsdrögin afhjúpa einstaka skammsýni og skilningsleysi á íslenskum sjávarútvegi og á atvinnulífi almennt.

mikla hækkun á veiðigjaldi sem boðuð er í frumvarpsdrögunum er til þess fallin lækka útflutningsverðmæti sjávarafurða, draga úr þjóðartekjum, rýra kaupmátt almennings og lækka skatttekjur hins opinbera er fram í sækir. Það er því furðulegt þetta frumvarp komi úr ráðuneyti sem falið er efla atvinnulíf á Íslandi og e.t.v. enn furðulegra fjármálaráðuneytið þar sem ætla einhver hagfræðiskilningur til staðar skuli vera aðili samningu þess.

Umfjöllunina lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nafnalisti

  • Hanna KatrínFriðriksson
  • Ragnar Árnasonprófessor emeritus í hagfræði við Háskóla Íslands

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 408 eindir í 19 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 84,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,49.