Fjármálaráðherra Bandaríkjanna andar rólega
Ritstjórn mbl.is
2025-03-13 16:23
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, gerir lítið úr þeim óstöðugleika sem hefur verið á fjármálamörkuðum undanfarið. Hann kveðst einblína á raunhagkerfið á sama tíma og Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt um víðtæka tolla sem hafa vakið óróa meðal fjárfesta.
Háir tollar Trumps gagnvart Kanada og Mexíkó tóku gildi í byrjun mars og urðu til þess að verð á hlutabréfum tók dívu.
Í byrjun þessarar viku voru rauðar tölur ráðandi á mörkuðum vegna ótta við að stefna forsetans gæti leitt til samdráttar í Bandaríkjunum.
Ekki áhyggjufullur
„Ég sagði ekki að við værum ekki áhyggjufull,“ sagði Bessent við CNBC þegar hann var spurður um stöðuna.
„Ég hef ekki áhyggjur af smávægilegum óstöðugleika yfir þriggja vikna tímabil,“ sagði hann og lagði áherslu á að hann einblíndi á langtímaáhrifin.
Þrjár helstu hlutabréfavísitölur Bandaríkjanna hafa þurrkað út allan hagnað frá því forsetakosningarnar fóru fram í nóvember.
Nafnalisti
- CNBCbandarísk fréttastofa
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Scott Bessent
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 151 eind í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,64.