Íþróttir

Búinn að ná ótrúlegum árangri - Hefur skorað gegn öllum liðunum

Victor Pálsson

2025-03-30 16:41

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Harry Kane er í raun engum líkur en það eru fáir ef einhverjir í heiminum sem eru betri í skora mörk en enski landsliðsmaðurinn.

Kane komst á blað fyrir Bayern Munchen í gær í leik gegn St. Pauli og hefur skorað gegn öllum liðum sem hann hefur mætt í efstu deild Þýskaland.

Það er enginn smá árangur en Kane hefur undanfarin tvö tímabil leikið í Þýskalandi eftir hafa yfirgefið uppeldisfélag sitt, Tottenham.

Kane hefur skorað gegn öllum 19 liðunum sem hann hefur mætt í Bundesligunni en aðeins Miroslav Klose gerði betur.

Klose skoraði gegn öllum 28 liðum sem hann mætti á sínum ferli í Þýskalandi en hann hefur í dag lagt skóna á hilluna.

Nafnalisti

  • Harry KaneTottenham
  • Miroslav KloseÞjóðverji

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 119 eindir í 5 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.