Sæki samantekt...
Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hyggst hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag.
Rúv greinir frá þessu og segir þetta koma fram í viðtali í Kastljósi í kvöld. Á fréttavef Rúv segir að Heiða hafi tilkynnti að hún muni stíga til hliðar á landsfundi sambandsins sem haldinn er á fimmtudag. Nýr fulltrúi yrði kosinn í stjórnina í hennar stað.
Þungt andrúmsloft í stjórninni
Andrúmsloftið í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur verið mjög þungt eftir að nýi borgarstjórinn klauf sig frá stjórninni í aðdraganda kjarasamninga við kennara.
Stjórnarmenn hafa jafnvel sagt að Heiða sé „rúin trausti“ innan sambandsins eftir umrót vegna kjaradeilu við kennara.
Auk þess hefur umfjöllun Morgunblaðsins um laun Heiðu, sem bæði borgarstjóra og formanns SÍS, einnig vakið athygli en hún hefur fengið 3,8 milljónir króna greiddar á mánuði.
Nafnalisti
- Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 138 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,63.