„Man ekki eftir að grjót hafi lent á bíl áður“
Ritstjórn mbl.is
2025-04-01 13:04
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að steinar falli reglulega úr Steinafjalli en sjaldnast endi þeir á veginum. Það hafi hins vegar gerst í gær með þeim hörmulegu afleiðingum að ökumaður bifreiðar, sem grjót lenti á, lést.
Þrjár erlendar konur voru á ferð á hringveginum undir Eyjafjöllum í gær og þegar bifreiðin sem ók í austurátt á Suðurlandsvegi, rétt vestan við Holtós, varð grjóthrun úr Steinafjalli og lenti stórt grjót á bifreiðinni.
Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var ökumaður bifreiðarinnar enn þá klemmdur fastur inni í henni og var hún úrskurðuð látin á vettvangi. Hinar sluppu með minni háttar áverka.
„Þetta var einstaklega mikil óheppni. Það er þekkt á þessu svæði að steinar séu að falla reglulega niður en sjaldnast enda þeir út á vegi,“ segir Sveinn Kristján við mbl.is.
Væntanlega þarf að setja upp varnir
Hann segir Vegagerðin sé komið með málið á sitt borð og væntanlega þurfi að setja upp einhverjar varnir meðfram veginum.
„Það hefur verið ekið á grjót á þessu svæði en ég man ekki eftir að grjót hafi lent á bíl áður. Við höfum fengið nokkrum sinnum tilkynningar um grjót á veginum og að bílum hafi verið ekið á þau,“ segir hann.
Nafnalisti
- Sveinn Kristján Rúnarssonyfirlögregluþjónn
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 215 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,60.