Heilsa og lífsstíll

Yngsti Formúlu 1-ökumaður Japana segir frá bestu stöðunum í Tókýó

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 20:00

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Formúlu 1-ökumaðurinn Yuki Tsunoda, yngsti frá upphafi í Japan, hefur tekið þátt í 90 kappökstrum fyrir AlphaTauri-liðið, síðar Red Bull, frá 2021.

Þegar ég kem aftur heim [til Japans] þá geri ég yfirleitt mjög skipulegt plan um hvar ég ætla borða, segir Trunoda sem er búsettur í Faenza á Ítalíu.

Hann kemur frá borginni Sagamihara, sem er um 47 kílómetra suðvestur af Tókýó. Það er ekki skrýtið matur komi efst í huga Tsunoda þegar hann kemur til Japans því í 41 milljóna manna borginni Tókýó eru flestir Michelin-stjörnustaðir í heimi.

Tsunoda bendir á fimm hluti sem nauðsynlegt er upplifa í Tókýó.

1. Fallegasta umhverfið: Asukasa og Tókýó Skytree

Sögulegar byggingar innan um skýjaturna er eitthvað sem hljómar skringilega en Tsunoda segir vera afar heillandi. Upphaflega var Tókýó lítið fiskiþorp og var þá kallað Edo, sem nær aftur í aldir. Þegar hann vill dýfa sér í umhverfi þar sem nútími og fornöld mætast fer hann til Asakusa, friðsæls hverfis sem er þekkt fyrir hefðbundinn sjarma og fyrir vera eitt elsta geishu-hverfið í Tókýó.

Ef þú vilt sjá hefðbundnu hliðina á Japan, þá er Senso-ji musterið svo fallegt. Senso-ji er elsta musterið í Tókýó, allt frá 7. öld, fimm hæða pagóða og staður búddista.

Hann mælir einnig með heimsækja Tókýó Skytree sem er hæsti frístandandi turn í heimi, alls 634 metrar á hæð. Þaðan er hægt njóta útsýnisins eða þeirra rúmlega 300 verslana og veitingastaða sem staðsettir eru í turninum.

2. Besta matarupplifunin: Osoba no Kouga

Tsunoda fer alltaf á veitingastaðinn Osoba no Louga í borginni Minato. Uppáhaldsrétturinn eru bókhveiti núðlur (soba). Staðurinn er rekinn af Hiroshi Kouga sem hefur matreitt soba í yfir tuttugu ár og er einn ódýrasti Michelin-stjörnustaður í Japan.

Hann mælir einnig með wagyu-steik og segir besta staðinn til slíka vera á Ukai-Tei í Ginza-hverfinu.

3. Besta sjávarfangið: Trukiji Outer Market

Fyrir besta fiskinn í bænum fer Trunoda á Tsukiji Outer Market, en hann þekkist sem matarmarkaður Japans. Markaðurinn er staðsettur við Trukiji Market þar sem fræg túnfiskuppboð voru haldin í áratugi.

Í allar áttir gefur líta bása sem bjóða upp á ferskt sjávarfang og nokkrir af þekktustu veitingastöðum Japans kaupa hráefni þaðan.

4. Skemmtilegast versla: Harajuku

Tókýó er algjör paradís fyrir kaupglaðar manneskjur, með allan þennan fjölda af bæði indí- og lúxusverslunum. Tsunoda segist fara í tískuhverfið Harajuku þegar hann hyggst kaupa eitthvað í götutískunni. Yngra fólkið sækir mikið í þetta hverfi og þar er fjöldi verslana, bara og eftirréttabúða.

Uppáhaldsverslun Tsunoda er GR 8, heimkynni fjölda þekktra vörumerkja og upprennandi hönnuða, sem selur fatnað og skó frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu. Ef hann hyggst kaupa notaðar flíkur fer hann í BABE-verslunina í Shimiokitazawa-hverfinu, sem er eitt helsta bóhemhverfið í Tókýó. Fyrir hönnun og lúxus heldur hann á Omotesando-breiðgötuna sem er líkt við Champs-Elysees í París.

5. Næturlífið: Bar Centifolia

Uppáhalds bar Tsunoda er Centifolia-barinn sem staðsettur er í Azabu Juban-hverfinu, þar sem flest sendiráða eru staðsett. Barinn er afar lítill, með aðeins tólf sætum en einstaklega hæfum barþjónum sem þekktir eru fyrir leikræna tilburði þegar þeir skenkja í glös gesta. Þá eykst upplifunin þegar barþjónarnir henda flöskum upp í loft, nota fljótandi köfnunarefni, bláan eld fyrir ákveðið bragð og jafnvel saxa ísmolana í glösin.

BBC Travel

Nafnalisti

  • Champs-Elyseesbreiðgata
  • Harajukutískuhverfi
  • Hiroshi Kouga
  • Osoba
  • Red Bullorkudrykkjaframleiðandi
  • Sagamiharajapönsk borg
  • Trukiji Market
  • Trukiji Outer Market
  • Tsukiji Outer Market
  • Yuki Tsunodaökumaður AlphaTauri

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 600 eindir í 39 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 34 málsgreinar eða 87,2%.
  • Margræðnistuðull var 1,87.