Sæki samantekt...
Árum saman hafa orðrómar verið á kreiki um slæmt heilsufar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Svo bar við nýlega að Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tjáði sig um heilsufar Pútíns.
Þetta gerði hann á fréttamannafundi með Emmanuel Macron, forseta Frakklands.
„Hann deyr fljótlega, það er staðreynd, og þessu lýkur,“ sagði Zelenskyy að sögn Daily Mail.
Pútín hefur lagt mikið á sig til að halda upplýsingum um heilsufar sitt leyndum. Það hefur ekki komið í veg fyrir að orðrómar hafi verið á kreiki um það, ekki síst vegna þess að Pútín, sem er orðinn 72 ára, hefur sést með útþanið andlit, skjálfandi fætur og blóðsprengd augu.
Einna mesta athygli vakti það 2022 þegar hann fundaði með þáverandi varnarmálaráðherra sínum, Sergei Shoigu. Pútín iðaði í stólnum sínum og hélt fast í borð. Hann talaði líka mjög óskýrt.
Eins og DV skýrði frá nýlega þá hefur Pútín meðal annars gætt þess vel að útsendarar erlendra ríkja kæmust ekki yfir neitt sem gæti hjálpað þeim að leggja mat á heilsufar hans. Er einn lífvarða hans sagður hafa haft það sérstaka hlutverk að safna kúk forsetans á ferðalögum erlendis svo hægt væri að taka hann með heim.
Pútín lætur passa kúkinn sinn — Náðu samt að komast yfir upplýsingar um erfðaefni hans
Nafnalisti
- Emmanuel Macronforseti
- Pútínforseti Rússlands
- Sergei Shoiguvarnarmálaráðherra
- Vladímír PútínsRússlandsforseti
- Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu
- Zelenskyyforseti Úkraínu
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 221 eind í 12 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 12 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,69.