Skjálftavirknin minnkaði í nótt

Þorgrímur Kári Snævarr

2025-04-04 06:34

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Veðurstofa/Aðsend

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur farið minnkandi frá fyrri dögum. Þetta kom fram í tilkynningu Veðurstofu til fjölmiðla.

Virknin er nokkuð jafndreifð um kvikuganginn, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Dýpi skjálfta er nokkuð stöðugt milli 4 og 6 km.

Hrina gikkskjálfta hófst um hálfsex í gær. Stærsti skjálfti hrinunnar var 3,9 stærð rétt fyrir klukkan ellefu. Alls hafa fimm skjálftar mælst yfir 3 stærð síðan hrinan hófst.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 85 eindir í 8 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,63.