Dregur úr skjálfta­virkni í kvikugangi en hrina í Trölla­dyngju fannst víða

Magnús Jochum Pálsson

2025-04-04 06:48

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hélt áfram í nótt en hefur þó farið minnkandi frá fyrri dögum. Hins vegar reið kröftug gikkskjálftahrina yfir við Trölladyngju og fannst hún víða.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar.

Þar kemur fram dregið hafi úr skjálftavirkni í kvikuganginum en hún þó nokkuð jafndreifð um hann, frá Stóra Skógfelli í suðri og norður fyrir Keili. Sömuleiðis dýpi skjálfta enn nokkuð stöðugt á milli fjögurra og sex kílómetra.

Jarðvísindamenn lýstu síðdegis í gær yfir endalokum eldgossins. Kvikuflæði væri það lítið landsig mældist ekki. Atburðinum væri þó ekki lokið því áfram mælist fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins.

Ólíklegt væri gosopnun myndaðist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. Hins vegar ríkti óvissa um framhaldið en aflögunarmælingar næstu daga og vikna myndu varpa ljósi á kvikusöfnun undir Svartsengi.

Gikkskjálftahrina við Trölladyngju fannst víða

Öflug hrina gikkskjálfta hófst um hálf sex í gærkvöldi við Trölladyngju norðvestan við Kleifarvatn og hélt áfram í marga klukkutíma. Um var ræða gikkskjálftahrinu sem hófst við Reykjanestá og færði sig svo Eldey og loks Trölladyngju.

Stærsti skjálftinn sem mældist var 3.9 stærð rétt fyrir ellefu í gærkvöldi en alls mældust fimm skjálftar yfir 3 stærð frá upphafi hrinunnar.

Náttúruvárvakt Veðurstofunnar segir Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um skjálftarnir hefðu fundist í byggð.

Eftir miðnætti hefur hægt og bítandi dregið úr fjölda gikkskjálfta á svæðinu, segir í tilkynningunni.

Nafnalisti

    Svipaðar greinar

    Tölfræði

    • Textinn inniheldur 250 eindir í 16 málsgreinum.
    • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 100,0%.
    • Margræðnistuðull var 1,68.