Sæki samantekt...
Kínverskir jarðfræðingar segjast hafa fundið risastóra gullnámu, eina þá stærstu sem fundist hefur, þar sem séu 1.000 tonn af gulli. Er náman í norðausturhluta Kína. Á síðasta ári fundu Kínverjar gullnámu sem er talin innihalda gull að verðmæti sem nemur um 10.000 milljörðum króna.
Vísindamenn segja að háþróuð tækni Kínverja, sem gerir þeim kleift að leita að verðmætum málum, sé ástæðan fyrir að þeir hafi fundið þessar miklu gulllindi að undanförnu.
Gull gerir ríkjum heims kleift að vernda efnahag sinn gegn sveiflum á alþjóðamörkuðum og er einnig notað við framleiðslu rafhlaða og ýmissa raftækja.
Kínverjar standa öðrum þjóðum framar þegar kemur að því magni gulls sem unnið er úr jörðu ár hvert. Á síðasta ári unnu þeir 380 tonn úr jörðu. En hins vegar er minna gull í jörðu í Kína en í Suður-Afríku og Ástralíu.
Hinar nýuppgötvuðu gullnámur geta gert Kínverjum kleift að halda stöðu sinni sem stór gullvinnsluþjóð.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 158 eindir í 9 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 9 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,53.