Menning og listir

Spurningaþraut Illuga 4. apríl 2025: Hvaða fáni er þetta? – og 16 aðrar spurningar

Illugi Jökulsson

2025-04-04 06:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Litlar stjörnur og Óskasteinar eru meðal mest spiluðu laga á Íslandi frá upphafi Spotify. Hver syngur þessi lög og fleiri svipuð?

Í hvaða borg bjó góði dátinn Sveijk?

Það búa litlir dvergar í björtum dal/á bak við fjöllin háu í skógarsal. /Byggðu hlýja bæinn sinn,/brosir þangað sólin inn. Hvað svo?

Hvaða ríki tilheyra Madeira-eyjar?

Milli Berufjarðar og Fáskrúðsfjarðar á Austurlandi eru tvær byggðir í fjörðum eða flóum, víkum eða vogum. Hvað heita þessar tvær byggðir? Báðar þurfa vera réttar!

Galba, Othó og Vítellius gegndu allir einu og sama starfinu á einu og sama árinu. Hvaða starfi?

Í hvaða landi er Mute B. Egede forsætisráðherra?

Fóbos og Deimos (Ótti og Hryllingur) hétu tveir grimmlyndir piltar í grísku goðafræðinni og fylgdu ætíð föður sínum, sem var einn meginguðanna. Hvað hét faðirinn sem Fóbos og Deimos fylgduen nöfn feðganna þriggja eru einnig notuð í allt öðru samhengi.

Hver beitti sér fyrir því friðarsúla væri sett upp í Reykjavík?

Hvar fæddist Jón Sigurðsson forseti þann 17. júní?

En hvaða ár?

Hvað er millinafn söngvarans og fréttamannsins Ómars Ragnarssonar?

Hvað voru Grágás og Járnsíða í íslenskri sögu?

Ein af persónum Ladda varð síðar umdeild af því hún þótti styðjast um of við úreltar staðalímyndir af tiltekinni þjóð. Laddi hefur gert það mál upp, en hvað nefndist persónan?

Hvað heitir 296 metra hátt fjall á mótum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar sem vinsælt er klífa upp?

Svör við myndaspurningum:

Á fyrri myndinni er fáni Indónesíu. Á seinni myndinni er fáni Póllands.

Svör við almennum spurningum:

1. Hafdís Huld. 2. Prag. 3. Fjöllin (fellin) enduróma (allt) þeirra tal. 4. Portúgal. 5. Breiðdalsvík og Stöðvarfjörður. 6. Keisara Rómaveldis. 7. Á Grænlandi. -8. Mars, stríðsguðinn. Fóbos og Deimos heita tungl plánetunnar Mars. 9. Yoko Ono. 10. Eyri/Hrafnseyri. -11. 1911. 12. Þorfinnur. 13. Lögbækur. 14. Grínverjinn. 15. Úlfarsfell.

Nafnalisti

  • Deimoshiminhnöttur
  • Hafdís Huldtónlistarkona
  • Jón Sigurðssonfyrrverandi forstjóri Össurar
  • Laddihans mikla fyrirmynd í leiklistinni
  • Mute B. Egedeformaður grænlensku landsstjórnarinnar
  • Ómar Ragnarssonfjölmiðlamaður
  • Onoþað fyrsta lúxus fjölbýlishúsið
  • Sveijkgóður dáti
  • Yokoekkja Lennon
  • Þorfinnurbæði með gamla jarðýtu og nýja gröfu í þjónustu sinni

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 390 eindir í 56 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 50 málsgreinar eða 89,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,65.