Telur Pútín ekki þora að segja Trump að hann hafni vopnahléi

Dagný Hulda Erlendsdóttir

2025-03-14 13:28

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Dmitry Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, sagði við fjölmiðla í morgun þegar Trump hefur fengið upplýsingar af fundi í Moskvu í gær verði tímasetning ákveðin fyrir fund Trumps og Pútíns. Hann sagði ástæður til hóflegrar bjartsýni varðandi vopnahlé í Úkraínu.

Pútín kvaðst í gær styðja vopnahlé en sagði ákveðnum spurningum væri ósvarað og hann þyrfti ræða við Bandaríkjastjórn.

Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, segir svar Pútíns við hugmyndum um vopnahlé í gær hafa verið fyrirsjáanlegt. Hann telur Rússlandsforseti þori ekki segja Trump hreint út hann vilji halda áfram með stríðið. Úkraínumenn samþykktu á þriðjudag þrjátíu daga vopnahlé.

Fréttamaður BBC, breska ríkisútvarpsins, í Rússlandi til margra ára, Sarah Rainsford, metur stöðuna á svipaðan hátt og Úkraínuforseti. Í pistli á vef BBC segir hún svo virðist sem Pútín hafi ekki neinn áhuga á stöðva stríðið núna en hann vilji ekki móðga Trump með því segja það hreint út. Pútín vilji hljóma sanngjarn en áður en hann semji um vopnahlé vilji hann hrinda áhlaupi Úkraínumanna í Kursk-héraði.

Svo virðist sem Rússlandsher langt kominn með það og Rainsford segir í pistli sínum Pútín vilji ekki stoppa núna.

Þá segir Rainsford viðbrögð Pútíns, enn sem komið er, bendi til þess hann ætli knýja fram fulla undirokun Úkraínu. Rússar samþykki ekki landið fái vernd frá Vesturlöndum það geti endurvopnast.

Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir fund í Sádi-Arabíu á þriðjudag, þar sem Úkraínumenn samþykktu vopnahlé, boltinn væri hjá Rússum. Eftir svör Pútíns í gær virðist boltinn kominn aftur til Trumps og víða er beðið eftir næstu skrefum hans.

Í færslu á samfélagsmiðli sínum The Truth Social í dag sagði Trump milljónir manna væru dánar og fleiri til viðbótar eigi eftir deyja verði ekki samið um vopnahlé við Rússland. Þá ítrekaði hann þá skoðun sína það hefði ekki komið til stríðs ef hann hefði verið forseti.

Nafnalisti

  • BBC
  • Dmitry Peskovtalsmaður stjórnvalda í Kreml
  • Marco Rubioutanríkisráðherra Bandaríkjanna
  • Pútínforseti Rússlands
  • PútínsRússlandsforseti
  • Sarah Rainsfordfréttaritari BBC í Moskvu
  • The Truth Social
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Trumpskosningabarátta
  • Volodymyr Zelenskyforseti Úkraínu

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 334 eindir í 16 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 14 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.