Ríki sem deila um að landsvæði tilheyri þeim ekki
Ingvar Þór Björnsson
2025-04-02 09:57
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Undanfarið hefur mikið verið rætt um útþenslustefnu ríkja og vilja þeirra til að eignast önnur lönd og landsvæði. Björn bendir hins vegar á að dæmi séu um að ríki deili um að eiga ekki ákveðin svæði. Til að mynda sé skiki milli Súdan og Egyptalands sem nefnist Bir Tawil, en hvorugt landanna skilgreinir þessa 2000 ferkílómetra sandauðn sem hluta af sér. Það hafi því
verið einskismannsland í yfir heila öld.
„Það hafa einhverjir vitleysingar farið þangað endrum og sinnum með fána og sagst ætla að eiga þetta. Þetta er svona sport hjá einhverjum miðaldra körlum í Bandaríkjunum að mæta þangað og það er ekkert langt síðan að fór þangað maður sem ætlaði að gera sig kóng svo dóttir hans gæti raunverulega verið prinsessa. Það er kannski svolítið sætt en það fór allt í háaloft,“ segir Björn.
Nafnalisti
- Bir Tawil
- Björnforstjóri Landspítalans
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 145 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,77.