Starfsmenn Waltz sakaðir um að senda leynileg skjöl í gegnum Gmail

Ragnar Jón Hrólfsson

2025-04-01 23:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Mike Waltz þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins liggur undir nýjum ásökunum um hafa farið óvarlega með gögn eftir miðillinn Washington Post sagði í dag aðstoðarmaður hans hefði notað tölvupóstforritið Gmail til þess senda leynileg gögn um hernaðarlegar staðsetningar og vopn.

Waltz hlaut áður heimsathygli eftir upp komst hann bætti ritstjóra tímaritsins The Atlantic í spjallhóp á samskiptaforritinu Signal þar sem árás á Húta í Jemen var rædd af háttsettum ráðamönnum bandaríkjastjórnar.

Miðillinn Washington Post birti umfjöllun sína í dag en þar er því einnig haldið fram Waltz hafi sjálfur látið senda sér vinnuskjöl og tímaáætlanir á sinn eigin Gmail-reikning.

Hvíta húsið staðfesti í dag Waltz hefði fengið tölvupósta senda á sinn persónulega reikning en hann hefði haft sinn formlega tölvupóst í cc til þess fullnægja lögum um varðveislu gagna.

Brian Hughes, talsmaður Hvíta hússins, tók fram Waltz hefði aldrei látið senda leynileg skjöl á persónulegan tölvupóst sinn eða á aðra. Hughes sagðist ekki geta brugðist við ásökunum Washington Post um aðstoðarmaður Waltz hefði notað Gmail til þess senda leynileg gögn, þar sem Hvíta húsið hefði ekki fengið afrit af þeim gögnum sem miðillinn vísaði í.

Þá sagði hann skrif Washington Post einungis tilraun til þess afvegaleiða athygli bandarísku þjóðarinnar frá farsælli þjóðaröryggisáætlun Donald Trump forseta Bandaríkjanna.

Nafnalisti

  • Brian Hughes
  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Gmailvinsælasta tölvupóstþjónusta heims með um 1,4 milljarða notenda
  • Hvíta húsiðauglýsingastofa
  • Mike Waltzrepúblikani
  • Signalsamskiptaforrit
  • The Atlanticbandarískt tímarit
  • Washington Postbandarískt dagblað

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 219 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,84.