Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar
Dóra Júlía Agnarsdóttir
2025-04-02 10:25
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Tónlistarmaðurinn Daniil gefur út þriðju plötuna sína næstkomandi föstudag. Hann hefur vakið mikla athygli í íslensku tónlistarlífi og unnið með kanónum á borð við Friðrik Dór, Jóhann Kristófer og dönsku stjörnuna Ussel.
Platan heitir брат en það er skírskotun í rætur Daniils sem er ættaður frá Rússlandi en nafnið þýðir einfaldlega bróðir og er borið fram brat.
Lagið Hjörtu verður á plötunni er hér má sjá tónlistarmyndband við það, þar sem Daniil sameinar krafta sína við rapparann Birni:
Daniil ræddi við blaðamann fyrir tveimur árum þegar hann gaf út plötuna 600 og segist þar meðal annars gríðarlega þakklátur að fá að vinna í tónlist. Lífið væri öðruvísi byggi hann í Rússlandi.
„Útaf því að ég er hálf rússneskur og er með rússneskt vegabréf þá má ég ekki fara til Rússlands núna, ég má ekki stíga fæti þangað inn í einhvern tíma, annars væri ég tekinn í herinn bara beinustu leið.
Það vita fáir af því. Ég hef engan áhuga á að fara í einhvern her, ekki séns,“ sagði Daniil en hann á stóra fjölskyldu úti.
Platan брат er unnin í samstarfi við pródusentinn Matthías Eyfjörð eða Matti eins og hann er betur þekktur og hefur verið í bígerð undanfarin tvö ár. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt þriðja platan sem þau gefa út með Daniil.
Nafnalisti
- Alda Musicíslenskt útgáfufyrirtæki
- Björnforstjóri Landspítalans
- Daniilíslenskur rappari
- Friðrik Dórtónlistarmaður
- Jóhann Kristóferleikstjóri
- Matthías Eyfjörðupptökustjóri
- MattiMatthías Orri Sigurðarson
- Usseldanskur tónlistarmaður
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 233 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,67.