Almannavarnir urðu til í ótta við atómbombu og tortímingu
Freyr Gígja Gunnarsson
2025-03-29 06:31
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Það vakti nokkra athygli þegar Karl Steinar Valsson, yfirmaður öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra, benti á að til væri heimild í reglugerð fyrir lögreglu að geta kallað til fólk úr röðum almennings í hættuaðstæðum. Reglugerðin hefur verið í gildi síðan 1969 og er byggð á lögum um almannavarnir.
Voru ekki að hugsa um rauðar veðurviðvarnir eða veirur
Þegar almenningur hugsar um almannavarnir tengir hann þær fyrst og síðast við eldgos, óveður, snjóflóð og aðra náttúrvá… og kannski Víði Reynisson á upplýsingafundi um COVID.
fr _ 20210225 _ 154410. jpg Almannavarnir
Þegar fyrstu almannavarnalögin voru sett árið 1962 voru forystumenn ríkisstjórnarinnar hins vegar ekki með hugann við eldfjöll, skriður, rauðar veðurviðvaranir og veirur heldur atómsprengjur og tortímingu mannkyns.]] Þó að okkur á Alþingi greini á um margt, þá erum við áreiðanlega sammála um það allir að óska þess af heilum hug, að friður haldist í heiminum. En við verðum að játa, að því miður horfir ekki svo nú né hefur gert um alllangt skeið, að við getum verið öruggir um, að þessi ósk okkar nái fram að ganga. [[Þetta brot er úr ræðu Bjarna Benediktssonar, þá dómsmálaráðherra, á Alþingi í mars árið 1962 þegar hann lagði fram fyrsta frumvarpið um almannavarnir. Í greinargerð með frumvarpinu kom fram að spennan í heimsmálunum hefði tæplega verið öllu meiri en um þær mundir — það hefði vakið feikilegan ugg og óróa hér á landi þegar Sovétríkin sprengdu um haustið þrjátíu vetnissprengjur, þar á meðal helsprengjuna miklu — en helryk hennar var sagt svífa umhverfis jörðu.
Lögin kæmu sér einnig vel í annarri vá
Tilgangur almannavarna var í greinargerðinni sagður fyrst og fremst að bjarga mannslífum og draga úr tjóni-undir hið fyrrnefnda féllu meðal annars leiðbeiningar til almennings, mæling á geislavirkni, öryggisskýli og fleira í þeim dúr.
Um leið var minnt á að margt kæmi sér einnig vel á friðartímum og þá til að bregðast við náttúruhamförum, eldgosum, jarðskjálftum eða annarri vá.
Um hjálparliðið sagði að æskilegt væri að fimm til sjö prósent íbúa í borgum og bæjum fengi þjálfun, þó mismikla, og allt eftir hvaða starfi þeim væri ætlað að gegna.
Í því samhengi var horft til laga frá árinu 1941 um loftvarnaráðstafanir þar sem kveðið var á um að það væri almenn borgarleg skylda að vinna launalaust að undirbúningi loftvarna eftir fyrirmælum lögreglustjóra og loftvarnanefnda. Tekið var fram að úrræðið nú væri vægara því skjóta mætti kvaðningu til dómsmálaráðherra.
Með frumvarpinu árið 1962 fylgdu tvær álitsgerðir, önnur frá norska hershöfðingjanum Hans Reidar Holterman, sem sagði;]] Gera má ráð fyrir, að ef til styrjaldar kemur, verði hún algjör. Gera má ráð fyrir mikilli eyðileggingu og tortímingu mannslífa af völdum þeirra árásarvopna sem tiltæk eru, ef ekki eru gerðar ráðstafanir til verndar íbúunum. [[Holterman hershöfðingi dró ekkert undan í lýsingum sínum, sagði almannavarnir hvorki geta hindrað eyðileggingu né tortímingu mannslífa en þær gætu verulega dregið úr tjóni og hindrað að slíkt tjón hefði úrslitaþýðingu. Við uppbyggingu almannavarna ætti að vera í fyrirrúmi að gera áætlanir um flutning æðstu stjórnvalda landsins, setja upp almannavarnarskrifstofur í dómsmálaráðuneytinu og auka geislunarþjónustu.
Danskur læknir fengin til að skipuleggja viðbrögð við kjarnorkustyrjöld
Hin álitsgerðin kom frá C. Toftemark — hann var yfirlæknir dönsku heilbrigðisstjórnarinnar og var gagngert fenginn hingað til lands til að leggja á ráðin um almennar varnir borgara í kjarnorkustyrjöld. Hann tók undir að ef til styrjaldar kæmi yrði hún þegar í upphafi algjör og lyktir fyrstu dagana hefðu úrslitaþýðingu. Líklega gæfust einn til tveir dagar til að bregðast við og því væri mikilvægt að fyrir lægi víðtæk skipulagning, að fyrir hendi væru tæki og þjálfað lið.
Það fer um mann hrollur þegar álitsgerð Toftemark er lesin, þar lýsir hann af mikilli nákvæmni hvað myndi gerast ef brytist út styrjöld með þeim vopnum sem þá voru til; jafnvel án þess að kjarnorkuvopn yrðu notuð. Þarna má lesa nokkuð nákvæm hlutföll þeirra sem myndu deyja, særast og hvað þyrfti að hjúkra mörgum og svo framvegis og svo framvegis.
Töldu almannavarnir ekki gera neitt gagn
Ekki voru þó allir ginnkeyptir fyrir hugmyndinni um almannavarnir, hvað þá skyldu til að gegna starfi í þágu almannavarna.]] Ég get ekki að því gert, að ég tel, að hér sé einstaklingsfrelsið skert meira en ég veit til að tekið hafi verið í mál í nokkurri annarri löggjöf, sem fyrir Alþingi Íslendinga hefur legið. Það er varla hægt að segja, að einstaklingurinn geti hrært sig frjálst án leyfis valdsmanns, ef metið er, að hættutími sé yfirvofandi. [[Þetta er brot úr ræðu Hannibals Valdimarsson í umræðum um frumvarpið. Einar Olgeirsson taldi að ef miða ætti við kjarnorkustríð væri þetta fyrst og fremst skipulagsatriði; hvernig ætti að bjarga fólki burt.
Kyrja heldur stríðssöngin og lofa vernd upp í ermina á sér
Einar rifjaði upp dvöl sína í Bretlandi á stríðsárunum þar sem fólk notaði sandpoka eða eitthvað slíkt til að kæfa gamaldags sprengjur áður en þær myndu springa. Almenningur hefði tekið mikinn þátt og það hefði hjálpað ákaflega mikið til þess að draga úr því tjóni sem loftárásirnar ollu. Þetta væri samt tómur barnaleikur miðað við það sem fólk stæði nú frammi fyrir.]] Það, sem verður hið ægilega, sem yfir okkur kemur, það er, að á nokkrum mínútum þjóta eldflaugarnar kannske meira eða minna sjálfvirkar á þessa staði og dyngjast niður á herstöðvastaðina í heiminum, og við vitum, að þessar stóru og voldugu hernaðarþjóðir nútímans, eins og Bandaríkin og Sovétríkin, stæra sig af því, að þær hafi hvor um sig margfaldar birgðir til þess að geta eytt öllu mannkyni, [[Sagði Einar Olgeirsson í ræðu sinni á Alþingi. Alfreð Gíslason, þingmaður Alþýðubandalagsins, hvatti ráðamenn til að verja þeim milljónum sem áttu að renna til almannavarna í friðarmálin í staðinn. Það væri þó ugglaust ekki sú leið sem forystumenn ríkisstjórnarinnar vildu fara.]] Þeir vilja heldur kyrja stríðssönginn og halda áfram að lofa borgurunum vernd í ófriði, lofa því upp í ermina á sér.
Nafnalisti
- Alfreð Gíslasonþjálfari
- Alþingi Íslendingamikilvægasta lýðræðisstofnun samfélags okkar
- Bjarni Benediktssonformaður SJálfstæðisflokksins
- Einar Olgeirssoneinn helsti oddviti íslenskra sósíalista á síðustu öld
- Geribær
- Hannibalformaður flokksins
- Hans Reidar Holterman
- Karl Steinar Valssonyfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra
- Víðir Reynissonyfirlögregluþjónn almannavarna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 1040 eindir í 41 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 28 málsgreinar eða 68,3%.
- Margræðnistuðull var 1,66.