Sæki samantekt...
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni veita aðstoð í Mjanmar eftir að öflugir jarðskjálftar riðu yfir landið í dag.
Fleiri en 150 manns hafa látist í skjálftunum, sem höfðu einnig mikil áhrif í Taílandi, og eru yfir 700 særðir.
Staðfestir að aðstoð verði veitt
„Við munum veita aðstoð,“ sagði Trump við blaðamenn fyrr í dag.
Byggingar og brýr hrundu í Mjanmar þegar skjálftarnir gengu yfir í dag. Í Bangkok hrundi einnig ókláruð bygging, þar sem 320 starfsmenn voru innandyra.
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, hefur boðið öllum þjóðum og stofnunum sem vilja veita aðstoð að koma til landsins og taka þátt í björgunar- og hjálparstarfi.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Min Aung Hlainghershöfðingi
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 120 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,70.