Stjórnmál

Alþingi: grásleppan verði tekin úr kvóta

Ritstjórn Bæjarins besta

2025-04-02 10:23

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Meieihluti atvinnuveganefndar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun leggja fram frumvarp til laga um afnám kvótasetningar á grásleppu, sem lögfest var á síðasta ári.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm. Flokks fólksins sagði á Alþingi í gær tilgangurinn væri færa veiðistjórn grásleppu í fyrra horf þar sem byggt verði á dagakerfi í stað núgildandi laga sem sett voru í fyrra í mikilli andstöðu sjómanna. Þau lög byggðu á kvótasetningu á frjálsu framsali veiðiheimilda með þeim afleiðingum fjöldi báta fær enga eða litla úthlutun svo það borgar sig ekki fara til veiða. Þeir sem hafa fjárfest í bátum og búnaði sitja uppi með verðlausar eignir og sviptir atvinnurétti. Við blasir mikil samþjöppun í greininni þar sem eru engin stærðarmörk á bátum sem stunda þessar veiðar eins og áður var, en í áratugi hafa minni bátar við strendur landsins stundað þessar veiðar samhliða strandveiðum síðastliðin ár með miklum samlegðaráhrifum. Mikið ákall hefur verið frá grásleppusjómönnum um fella úr gildi þessi ólög sem sett voru á síðasta ári og fólu m.a. í sér mikla sérhagsmunagæslu og samþjöppun útgerða og veiðiheimilda.

Þá sagði Lilja Rafney meiri hluti atvinnuveganefndar væri bregðast við ákalli sjómanna um taka upp fyrra veiðistjórnarkerfi, dagakerfið, og telur hún miklir almannahagsmunir liggi hér undir ásamt byggðasjónarmiðum og sjónarmiðum um atvinnufrelsi einstaklinga, sem ekki gleyma og Sjálfstæðisflokkurinn ætti taka til sín.

Meirihluti nefndarinnar er skipaður sex þingmönnum stjórnarflokkanna, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Minnihluti nefndarinnar, skipaður fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Miðflokks, bókaði mótmæli gegn frumvarpinu og þar segir þeir leggist eindregið gegn frumvarpi meiri hluta atvinnuveganefndar um breytingar á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um stjórn fiskveiða og segja það hroðvirknislega unnið og stríði gegn öllum reglum og venjum um vandaða lagasetningu.

Lagabreytingin, um kvótassetningu grásleppuveiða hafi stuðlað verndun og hagkvæmri nýtingu nytjastofna Íslands og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Þann árangur á gera engu, auk þess svipta grásleppusjómenn þeim atvinnuréttindum sem þeim voru tryggð með lögum nr. 102/2024. Þetta hyggst meiri hluti atvinnuveganefndar gera í trássi við ákvæði stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins og hina stjórnskipulegu meðalhófsreglu.

Frumvarpið verður tekið fyrir á þingfundi og þarf fara hefðbundna leið um þrjár umræður.

Nafnalisti

  • Lilja Rafney Magnúsdóttirfyrrverandi þingmaður Vinstri grænna

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 393 eindir í 13 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 84,6%.
  • Margræðnistuðull var 1,70.