Veður

Landinn dáðist að deildarmyrkva

Grétar Þór Sigurðsson

2025-03-29 17:21

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Deildarmyrkvi á sólu sást frá Íslandi í morgun. Tunglið byrjaði skyggja á sólina skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Myrkvinn náði hámarki rétt eftir klukkan 11. Frá Reykjavík huldi tunglið þá 67,6% af sólinni. Séð frá sunnanverðum Vestfjörðum huldi tunglið um 75% sólarinnar þegar mest var. Tunglið skyggði ekki lengur á sólina rétt eftir hádegi.

Tunglið huldi stóran hluta sólarinnar í morgun. Aðsend/Gunnar Guðmundsson

Fréttastofu bárust margar myndir frá fólki sem fylgdist með deildarmyrkvanum. Þessi mynd sem var send inn frá Vestfjörðum gæti allt eins hafa verið tekin um miðja nótt.

Hafflöturinn merlar í geislum sólarinnar. Aðsend/Diego Ragnar Angemi

Í þessari nærmynd af sólinni lítur hún helst út eins og auga rándýrs.

Nærmynd af deildarmyrkvanum. Aðsend/Hrannar Örn Hauksson

Þessi mynd barst okkur frá Siglufirði. Þar fygldist fólk með deildarmyrkvanum þrátt fyrir smá skýjaslæðing.

Sólin á bak við ský-og tungl! Aðsend/Justina Rusilaitė

Þessi samsetta mynd sýnir hvernig deildarmyrkvinn gekk fyrir sig í morgun. Tunglið gekk hægt og rólega yfir hluta sólarinnar á um tveimur klukkutímum í morgun.

Svona færði tunglið sig yfir sólina í morgun. Aðsend/Gísli Már Árnason

Næsti sólmyrkvi sem sést hér á landi verður 12. ágúst á næsta ári. Búist er við því fjöldi fólks geri sér ferð til landsins vegna myrkvans sem verður almyrkvi.

Nafnalisti

  • Diego Ragnar Angemi
  • Gísli Már Árnason
  • Gunnar Guðmundssonlungnalæknir
  • Hrannar Örn Hauksson
  • Justina Rusilaitė

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 219 eindir í 25 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 76,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,51.