Enn er von til þess að fólk finnist á lífi í rústunum

Ólöf Ragnarsdóttir

2025-03-31 13:33

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Þrátt fyrir erfiðar aðstæður á hamfarasvæðunum í Mjanmar er enn von til þess fólk finnist á lífi, segir Gísli Rafn Ólafsson framkvæmdastjóri Rauða krossins. Fleiri en 2.000 hafa fundist látin eftir jarðskjálftana á föstudag og hundraða er enn saknað. Hátt í 4.000 slösuðust í hamförunum og heilbrigðisstofnanir ráða ekki við álagið.

Gísli Rafn hefur reynslu af björgunarstarfi á hamfarasvæðum og var stjórnandi hjá íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni þegar hún fór til Haítí 2010.

Hann segir enn von til þess fólk finnist á lífi. Ótrúlegt en satt þá er enn þá von og það hafa verið finnast einstaklingar á lífi núna bara síðustu klukkutímana, bæði ófrísk kona og ung stúlka.

Stjórnvöld í Mjanmar segja fleiri en 2.000 hafi fundist látin, og um 3.900 séu slösuð. Óttast er fleiri finnist látin því hundraða er enn leitað. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir heilbrigðiskerfið í Mjanmar ráði ekki við álagið. Þrjú sjúkrahús eyðilögðust í hamförunum og 22 skemmdust.

Gísli Rafn segir ástandið á hamfarasvæðunum mjög slæmt. Það er 40 stiga hiti og það er oft talað um ef þú ert með mikinn hita þá það aðgangur vatni sem skipti öllu máli, hvort þú náir lifa af. Og það eru því miður líka fregnir af því sveitir hafi verið heyra í fólki en síðan þegar loksins var hægt komast því þá var fólkið látið.

Mikil eyðilegging nærri upptökum skjálftanna

Aðstæðurnar sem björgunarfólk stendur frammi fyrir eru mjög krefjandi. Þetta eru byggingar sem hafa hrunið og mjög oft hrynja niður í það sem við köllum pönnuköku, það er að segja þá gefa útveggirnir sig og þú færð loftið niður á þig. Þá er alltaf spurningin um það hvort einhvers staðar hafi myndast smá hol sem fólk nær vera í.

Eyðileggingin er mjög mikil í Mjanmar. Stærsti skjálftinn, sem reið yfir á föstudag, var 7,7 stærð. Maður hefur verið heyra af því líka bæir og borgir í nágrenninu við upptökin sem björgunarsveitir eru komast til, fyrst núna, þar er talað um 8090% húsanna séu eyðilögð, segir Gísli Rafn.

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun fyrir þolendur jarðskjálftanna.

Nafnalisti

  • Gísli Rafn Ólafssonþingmaður Pírata
  • Rauði krossinnathvarf

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 388 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 21 málsgrein eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.