Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu
Ágúst Orri Arnarson
2025-03-29 17:03
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Willum Þór Willumsson var í byrjunarliðinu og Alfons Sampsted kom inn af bekknum hjá toppliði Birmingham í 4 — 1 sigri gegn Shrewsbury, neðsta liði League One deildarinnar á Englandi.
Willum byrjaði fremstur á miðju að vana og átti mun betri leik í dag en í síðustu leikjum, samkvæmt staðarmiðlinum Birmingham Mail. Honum var síðan skipt af velli eftir rúmar sjötíu mínútur.
Alfons Sampsted kom inn á skömmu áður, rétt eftir að Birmingham hafði tekið 2–0 forystu. Hann kláraði svo leikinn í hægri bakvarðarstöðunni. Birmingham komst fjórum mörkum yfir en Shrewsbury klóraði í bakkann undir lokin og lokatölur urðu 4-1.
Alfons hefur nú komið við sögu í síðustu fjórum leikjum eftir bekkjarsetu í fimm leikjum þar á undan.
Birmingham er í efsta sæti deildarinnar, með níu stiga forystu og tvo leiki til góða á Wrexham í öðru sætinu.
Króatíski boltinn
Danijel Dejan Djuric kom inn af varamannabekknum og spilaði síðasta hálftímann í 2–1 sigri Istra gegn Osijek. Istra komst yfir rétt fyrir hálfleik og settu síðan sigurmarkið á þriðju mínútu uppbótartíma eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark um miðjan seinni hálfleik.
Logi Hrafn Róbertsson sat á bekknum allan leikinn, líkt og hann hefur gert síðastliðinn mánuð.
Istra er í sjöunda sæti deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir. Í miklu miðjumoði, tíu stigum frá fallsvæðinu og þrettán stigum frá Evrópubaráttunni.
Nafnalisti
- Alfons Sampstedhægri bakvörður
- Birmingham Mailbreskt dagblað
- Danijel Dejan Djuricsóknarmaður hjá danska félaginu Midtjylland
- League Oneþriðja deild Englands
- Logi Hrafn Róbertssoneinn besti leikmaður FH
- Osijekkróatískt lið
- Shrewsburysannarlega um viðureign Davíðs og Golíats
- Willum Þór Willumssonmiðjumaður
- Wrexhamvelskt knattspyrnufélag
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 235 eindir í 14 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 92,9%.
- Margræðnistuðull var 1,88.