Íþróttir

Ellefu Ís­lendingar hluti af hinu eftir­sótta eina pró­senti í Cross­Fit heiminum

Óskar Ófeigur Jónsson

2025-04-03 07:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Öflugasta CrossFit fólk Íslands í dag á enn möguleika á því tryggja sér þátttökurétt á heimsleikunum í CrossFit en það varð endanlega ljóst eftir CrossFit samtökin staðfestu úrslitin í opna hlutanum.

Aðeins eitt prósent af þeim sem tóku þátt í The Open í ár komust áfram í undanúrslitin eða 1201 karl og 1200 konur. Ísland á ellefu fulltrúa í þeim glæsilega hópi, sjö konur og fjóra karla.

Sara Sigmundsdóttir náði ekki bara besta árangrinum af íslensku konunum heldur einnig þeim langbesta af öllum Íslendingum. Sara varð í fimmtánda sæti á heimsvísu og í fyrsta sæti meðal kvenna í Asíu. Ef Sara hefði keppt innan Evrópu þá hefði árangur hennar dugað í ellefta sætið þar.

Bergrós Björnsdóttir, sem er nýorðin átján ára, komst næst Söru en hún varð í 33. sæti á heimsvísu og í sautjánda sæti í Evrópu. Hún varð efst Íslendinga í Evrópu.

Í þriðja sætinu hjá íslensku konunum varð Íslandsmeistarinn Steinunn Anna Svansdóttir sem varð í 38. sætinu á heimsvísu og í nítjánda sæti meðal evrópskra kvenna.

Fjórða varð síðan reynsluboltinn Þuríður Erla Helgadóttir sem var taka þátt í sínu fimmtánda Open. Hún endaði í 155. sæti á heimsvísu og í 55. sæti í Evrópu.

Þrjár aðrar komust einnig áfram. Jóhanna Júlía Júlíusdóttir varð í 312. sæti á heimsvísu og í 92. sæti í Evrópu og Andrea Ingibjörg Orradóttir varð í 584. sæti á heimsvísu og í 162. sæti í Evrópu.

Tvær íslenskar konur komust í gegnum asísku undankeppnina en þær eru búsettar á Arabíuskaganum. Sara er önnur þeirra en hin er Guðbjörg Valdimarsdóttir, fyrrum Íslandsmeistari. Guðbjörg endaði í 616. sæti á heimsvísu og í 20. sæti í Asíu.

Björgvin Karl Guðmundsson var hæstur af íslensku körlunum en hann náði 64. sætinu. Næstur honum varð Haraldur Holgersson í 114. sæti. Þriðji íslenski karlinn varð síðan Ægir Björn Gunnsteinsson sem endaði í 541. sæti á heimsvísu.

Björgvin Karl varð í sextánda sæti í Evrópu en Haraldur í því 29. Ægir Björn varð í 149. sæti í Evrópu.

Sjá fjórði meðal þeirra tólf hundruð hæstu var síðan Michael Angelo Viedma sem endaði 559. sæti á heimsvísu en í 154. sæti í Evrópu.

Nafnalisti

  • Ægir Björn Gunnsteinsson
  • Andrea Ingibjörg Orradóttir
  • Bergrós Björnsdóttireini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár
  • Björgvin Karl GuðmundssonÍslendingur
  • CrossFitvörumerki
  • Guðbjörg Valdimarsdóttir
  • Haraldur HolgerssonCrossfitkappi
  • Jóhanna Júlía Júlíusdóttirein efnilegasta CrossFit-kona landsins
  • Michael Angelo Viedma
  • Sara SigmundsdóttirCrossfitstjarna
  • Steinunn Anna Svansdóttir
  • The Openeða opni hluti undankeppni heimsleikanna
  • Þuríður Erla HelgadóttirSara Sigmundsdóttir ellefta og Annie Mist tólfta

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 356 eindir í 22 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 20 málsgreinar eða 90,9%.
  • Margræðnistuðull var 1,61.