Viðskipti

Veiðigjaldið verði allt að því tvöfaldað

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-25 13:54

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Markmiðið tryggja réttlátara og eðlilegra gjald fyrir nýtingu af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar, sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra, er hún ásamt Daða Má Kristóferssyni fjármálaráðherra kynnti drög ríkisstjórnarinnar frumvarpi breytingu á lögum um veiðigjald.

Þessar breytingar á veiðigjöldunum munu skapa auknar tekjur fyrir ríkissjóð, tekjur sem verða meðal annars nýttar í innviðauppbyggingu um allt land, með sérstaka áherslu á brýnar vegabætur á landsbyggðinni, sagði Hanna Katrín sem kvað breytingarnar eingöngu snúast um uppfært mat á aflaverðmæti og reiknireglan verði áfram sama.

Staðfestu grun um of lágt verð

Af hagnaði útgerða af veiðum fær þjóðin einn þriðja, útgerðin tvo þriðju. Útgerðir munu þannig áfram halda meirihluta hagnaðar af veiðum en við erum tryggja greiðsla þeirra fyrir aðgang auðlindinni sanngjörn og endurspegli raunveruleg verðmæti fiskaflans. Það hefur lengi leikið grunur á verð í innri viðskiptum fyrirtækja, til dæmis milli útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, væri lægra en markaðsverðið og skoðun okkar staðfestir þetta. Við höfum því ákveðið bregðast við þessu ósamræmi og leiðrétta reiknistofn veiðigjaldsins með því miða við verð á fiskmörkuðum fyrir þorsk og ýsu en við markaðsverð í Noregi fyrir uppsjávarfisk þar sem það er ekki til virkur markaður fyrir þær sjávarafurðir hér á landi, sagði ráðherra.

Áfram sagði Hanna Katrín útreikningar stjórnvalda sýni miðað við þetta verð, miðað við raunverulegt aflaverðmæti, hefðu veiðigjöld á síðasta ári verið tæpum sex miljónum króna hærri fyrir þorsk og ýsu og tæplega fjórum milljörðum króna hærri fyrir uppsjávartegundirnar síld, kolmunna og makríl.

Hefðu átt vera átján en ekki rúmir tíu milljarðar

Veiðigjöldin voru rétt rúmir tíu milljarðar, hefðu átt vera átján til tuttugu milljarðar, sagði atvinnuvegaráðherra og svaraði síðan þeirri spurningu hvort þessar aðgerðir mundu hafa hamlandi áhrif á útgerðina.

Miðað við árið 2023 þá hefði Ebitda rekstrarhagnaður útgerðarfyrirtækja minnkað úr 94 milljörðum króna í 84 milljarða. Það því fullyrða rekstur útgerðarinnar þolir þessa leiðréttingu vel. Því til viðbótar eru veiðigjöldin frádráttarbær frá tekjuskatti og áhrifin á hagnaðinn því minni en þessu nemur, sagði Hanna Katrín sem kvað þessa leiðréttingu á veiðigjöldum mestu leyti mundu lenda á stærstu útgerðarfélögunum.

En til þess koma til móts við áhrif á smærri útgerðir, og þar með neikvæð áhrif á minni byggðarlög, er lagt til í frumvarpinu frítekjumark hækkað. Það mun gagnast best þeim litlu og meðalstóru útgerðum sem annars yrðu fyrir verulegum áhrifum af þessari leiðréttingu, sagði ráðherra og bætti við tekjur af veiðigjaldi í dag standi varla undir heildarkostnaði við þjónustu ríkisins við sjávarútveginn sem önnur af tveimur forsendum fyrir innheimtu veiðigjalds. Hin forsendan tryggja þjóðinni beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar á nytjastofnum sjávar.

Drög frumvarpinu lesa hér.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Hanna KatrínFriðriksson

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 480 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 76,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.