Stjórnmál

Kynntu breytingar á lögum um veiði­gjald

Atli Ísleifsson

2025-03-25 12:44

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra munu kynna breytingar á lögum um veiðigjald á fréttamannafundi sem hefst 13.

Hægt verður fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilara neðan. Samkvæmt heimildum fréttastofu verða kynntar breytingar sem fela í sér umtalsverða hækkun á veiðigjöldum, en ráðherrar gáfu ekki kost á viðtali um málið fyrir hádegi.

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem dreift var þegar ríkisstjórnin hafði verið mynduð rétt fyrir jól, var boðað ráðist yrði í mótun auðlindastefnu um sjálfbæra nýtingu og réttlát auðlindagjöld, sem renni að hluta til nærsamfélags, og ríkisstjórnin muni hafa forgöngu um samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.

Í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í febrúar var boðað í mars kæmi fram frumvarp frá atvinnuvegaráðherra til laga um breytingu á lögum um veiðgjald. Þar segir þó aðeins með frumvarpinu séu lagðar til breytingar á veiðigjaldi.

Í yfirlýsingu frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi sem barst rétt fyrir fréttir segir ríkisstjórnin muni kynna tvöföldun á veiðigjöldum. Framkvæmdastjórinn segir samtökin hafa fegið kynningu á hugmyndum stjórnvalda á dögunum.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfjármálaráðherra
  • Hanna KatrínFriðriksson atvinnuvegaráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 189 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,73.