Stjórnmál

Willum staðfestir framboð til forseta ÍSÍ

Óðinn Svan Óðinsson

2025-03-19 13:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og fótboltaþjálfari tilkynnti í dag hann mun bjóða sig fram til forseta ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Lárus L. Blöndal er núverandi forseti en hann mun ekki bjóða sig fram aftur.

Er meðvitaðri um gildi íþrótta

Ég hef alist upp við íþróttir og kynnst íþróttum frá mörgum hliðum, í seinni tíð sem foreldri og á vettvangi stjórnvalda og er meðvitaðri um gildi íþrótta og samfélagslegt mikilvægi. Ég hef eftir allmikla ígrundun, fjölmargar áskoranir og góða hvatningu, sem mér þykir afar vænt um, ákveðið bjóða mig fram til forseta ÍSÍ. Bjóða þannig fram krafta mína til starfa fyrir íþróttahreyfinguna með öllu því góða fólki, sem vinnur framgangi og vegsauka íþrótta, forvarna og lýðheilsu, um allt land alla daga, segir Willum í færslu á Facebook.

RÚV/Ragnar Visage

Hætti á þingi í vetur

Willum var heilbrigðisráðherra fyrir Framsóknarflokkinn frá 2021 til 2024 en datt út af þingi í nýafstöðnum alþingiskosningum. Hann þjálfaði hin ýmsu knattspyrnulið frá 1997 til 2013. Íþróttaþing ÍSÍ verður haldið 16.17. maí næstkomandi. Samkvæmt lögum ÍSÍ skal halda ársþing annað hvert ár.

Nafnalisti

  • Facebookbandarískur samfélagsmiðill
  • Lárus L. Blöndalhæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins
  • Ragnar Visageljósmyndari RÚV
  • Willum Þór Þórssonheilbrigðisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 199 eindir í 12 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 91,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,69.