Fjórum bjargað úr rústum byggingar

Ritstjórn mbl.is

2025-03-31 13:39

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjórum var í dag bjargað undan rústum byggingar sem hrundi í Mandalay í Mjanmar eftir jarðskjálftanna öflugu sem riðu yfir á föstudaginn.

Kínverska fréttastofan Xinhua greinir frá þessu en meðal þeirra sem bjargað var voru ófrísk kona og barn sem fundust á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í skjálftunum.

Það skiptir ekki máli hversu lengi við vinnum. Það mikilvægasta er við getum fært heimamönnum von, segir yfirmaður kínversku leitar- og björgunarsveitarinnar sem tók þátt í bjarga fólkinu úr rústunum.

Tala látinna eftir jarðskjálftana í Mjanmar er komin yfir tvö þúsund en sterkasti skjálftinn mældist 7,7 stærð. Mörg hundruð manna er saknað eftir hamfarirnar og þá eru 19 látnir eftir 30 hæða skýjagljúfur, sem var í byggingu, hrundi í Bangkok, höfuðborg Taílands, og 78 byggingarverkamanna er saknað.

Nafnalisti

  • Mandalayborg
  • Xinhuakínverskur ríkisfjölmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 141 eind í 6 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,75.