Sæki samantekt...
Fjórum var í dag bjargað undan rústum byggingar sem hrundi í Mandalay í Mjanmar eftir jarðskjálftanna öflugu sem riðu yfir á föstudaginn.
Kínverska fréttastofan Xinhua greinir frá þessu en meðal þeirra sem bjargað var voru ófrísk kona og barn sem fundust á lífi í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í skjálftunum.
„Það skiptir ekki máli hversu lengi við vinnum. Það mikilvægasta er að við getum fært heimamönnum von,“ segir yfirmaður kínversku leitar- og björgunarsveitarinnar sem tók þátt í að bjarga fólkinu úr rústunum.
Tala látinna eftir jarðskjálftana í Mjanmar er komin yfir tvö þúsund en sterkasti skjálftinn mældist 7,7 að stærð. Mörg hundruð manna er saknað eftir hamfarirnar og þá eru 19 látnir eftir að 30 hæða skýjagljúfur, sem var í byggingu, hrundi í Bangkok, höfuðborg Taílands, og 78 byggingarverkamanna er saknað.
Nafnalisti
- Mandalayborg
- Xinhuakínverskur ríkisfjölmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 141 eind í 6 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 5 málsgreinar eða 83,3%.
- Margræðnistuðull var 1,75.