Elon Musk hefur tapað rúmlega 120 milljörðum dollara á þremur mánuðum
Pressan
2025-03-11 06:30
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Á aðeins þremur mánuðum hefur auður Elon Musk minnkað um 121 milljarð dollara. Hlutabréf í Tesla náðu toppnum í verði í desember á síðasta ári en hafa síðan hríðlækkað í verði eða um 35% frá áramótum.
Forbes skýrir frá þessu og segir að ekki sjái fyrir endann á lækkun á verði hlutabréfa í Tesla.
Afskipti Musk af stjórnmálum hafa hleypt illu blóði í marga og gæti það verið ástæða fyrir verðlækkun hlutabréfanna. Þess utan hefur sala á Teslum hrunið í mörgum löndum.
Musk er þó enn ríkasti maður heims að sögn Forbes. Hann þarf að tapa 116 milljörðum dollara til viðbótar til þurfa að deila efsta sætinu á þessum lista með Mark Zuckerberg, forstjóra Meta.
Musk er auðugri í dag en hann var áður en Donald Trump sigraði í forsetakosningum í nóvember.
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Elon Muskforstjóri
- Mark Zuckerbergforstjóri
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 134 eindir í 8 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 87,5%.
- Margræðnistuðull var 1,79.