Mengun úr jarðvegi skýri mögulega óbragð af neysluvatni í Hveragerði
Hugrún Hannesdóttir Diego
2025-03-30 03:34
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Mengun úr jarðvegi olli mögulega lyktar- og bragðgöllum í neysluvatni í Hveragerði. Niðurstöður úr sýnatökum fyrir helgi benda til þess. Greint var frá þeim á vef Hveragerðisbæjar.
Íbúar kvörtuðu undan óbragði og skrýtinni lykt af neysluvatni í liðinni viku, sem þeir líktu við olíu- eða gaslykt.
Niðurstöðurnar benda til þess að mögulega hafi borun nýrrar neysluvatnsborholu komið hreyfingu á jarðveginn og orsakað skert gæði neysluvatns.
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands ítrekaði að vatnið væri ekki talið heilsuspillandi þrátt fyrir að gæði þess væru ekki viðunandi. Það benti á að útskolun úr kerfinu gæti tekið tíma og á meðan gætu þeir sem kysu notað flöskuvatn.
Að sögn Hveragerðisbæjar er ástand neysluvatnsins vel vaktað og sýni tekin reglulega. Þau verði áfram tekin og rannsökuð. Áfram sé unnið að því að greina hvað orsaki lyktar- og bragðgalla í neysluvatninu með margs konar prófunum, athugunum og útskolun úr vatnsveitukerfi bæjarins. Sú vinna sé í forgangi.
Nafnalisti
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 153 eindir í 11 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 11 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,62.