Stjórnmál

Karlar sem hata fjölmiðla

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-03-28 07:02

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Etirleikurinn í kjölfar afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra hefur verið með miklum ólíkindum. Það sem er sérstaklega eftirtektarvert er hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp og fordæmt vinnubrögð Sunnu Karenar Sigþórsdóttur og Ríkisútvarpsins.

mörgu leyti minna þessi viðbrögð á stemninguna, sem ríkir á hægri kantinum í bandarískum stjórnmálum. Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk er vandamálið. Það er sendiboðinn sem flækist fyrir valdamönnum.

Sem út af fyrir sig rímar vel við orð Ásthildar Lóu sjálfrar í fyrsta viðtalinu um málið, þegar hún útskýrði ástæðu afsagnar sinnar:

Ég geri mér grein fyrir því, bara í því fjölmiðlaumhverfi sem er í dag, þetta mundi aldrei liggja.

Enn síður Ríkisútvarpið hafi með einhverjum hætti unnið illa úr þeim upplýsingum sem fréttamenn þess höfðu undir höndum.

Það hvort ráðherrann fyrrverandi hafi haft formlega stöðu leiðbeinenda í trúarsöfnuðinum þar sem hún kynntist drengnum eða ekki skiptir engu máli í þessu samhengi. Það er eðli málsins samvæmt óeðlilegt fullorðin kona eigi í kynferðislegu sambandi við dreng og það á erindi við almenning verði ráðherra barna- og menntamála uppvís slíku þó langt um liðið. Það varðar ekki hið löglega eða saknæma, eða þá, heldur einmitt hið siðlega og boðlega hjá fulltrúa almannavaldsins.

Hið löglega er hið algera lágmark í samfélagi manna. Fari menn út fyrir þann ramma sæta þeir dómum, fésektum eða fangelsi. En við ætlumst til hins siðlega hvert af öðru og við eigum ekki gera minni kröfur til stjórnmálafólks.

Og það segir ef til vill meira um alvarleika málsins niðurstaðan um afsögn Ásthildar Lóu Þórsdóttir var komin fram áður en Ríkisútvarpið flutti fyrstu fréttina af málinu.

Fréttamaður Ríkisútvarpsins óskaði eftir viðbrögðum frá stjórnvöldum vegna málsins kringum ellefu á fimmtudaginn. Það varð til þess leiðtogar ríkisstjórnarinnar funduðu í fjóra klukkutíma og niðurstaða þess fundar var Ásthildur Lóa sagði af sér ráðherraembætti. Það var áður en nokkur frétt hafði verið flutt um málið.

Til þess undirstrika það sagði Ásthildur Lóa í þessu fyrsta viðtali, sem hún veitti Sunnu Karen, hún gæti ekki auðveldlega greint frá því hvað byggi baki, þar sem hún vissi ekki hvaða fréttir Ríkisútvarpið ætlaði flytja um sig. Samt sagði hún af sér umyrðalaust.

Viðbrögðin við þessari atburðarás voru sérstök, svo ekki sterkar orði kveðið. Ólafur Þ. Harðarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, tók sér hlé frá sælkeraferð íslenska Wagner-félagsins um Barcelona til ræða málið við fréttastofu RÚV daginn eftir afsögn ráðherra.

Þar fullyrti hann þegar betur væri gáð væru áskanirnar á hendur Ásthildar Lóu tilhæfulitlar eða tilhæfulausar. Ekki kom fram hvað væri nákvæmlega tilhæfulaust mati stjórnmálafræðiprófessorsins barnamálaráðherra hafi átt í kynferðislegu sambandi við táning þegar hún sjálf var á þrítugsaldri?

Síðan velta fyrir sér hvort menn með doktorspróf í stjórnmálafræði séu þeir réttu til þess leggja mat á slík mál. En erindi Ólafs var eigi síður það tilkynna hlustendum Ríkisútvarpsins mál Ásthildar muni ekki hafa nein áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Alls engin.

Fjölmiðlarýnir hlakkar til lesa um vísindalega úttekt á því máli í næsta tölublaði Ritsinstímariti Hugvísindastofnunarþar sem færðar eru sönnur á fjögurra klukkustunda neyðarfundur leiðtoga í stjórnarsamstarfi sem endar með því ráðherra, sem var einn af sigurvegurum síðustu kosninga, segir af sér, ekki til marks um neitt sérstakt og hafi engin áhrif.

Áður en hádegisfréttir þennan laugardag voru fluttar hafði raunar annar stjórnmálafræðiprófessor látið sér kveða varðandi þetta allt. Eiríkur Bergmann Einarsson var gestur í Vikulokunum á Rás 1 þar sem hann hélt fram þeirri nýstárlegu skoðun það væri alls ekkert æskilegt dyggðugt og flekklaust fólk veldist í valdastöður. Fjölmiðlarýnir sér fram á Eiríkur gæti átt gott og innihaldsríkt samtal við lífeyrissjóða og aðra stofnanafjárfesta um þá skoðun og fyrirkomulag stjórnarkjörs í skráðum fyrirtækjum. En það er önnur saga.

Annar fulltrúi háskólasamfélagsins var í Vikulokunum. Það var Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Hún gerði lítið úr máli Ásthildar Lóu og sagði tímana hafa mikið breyst á síðastliðnum fjörutíu árum. Vafalaust á fjölmiðlarýnir eftir lesa vísindaleg rök fyrir þessari skoðun forsetans en eigi síður vill hann halda til haga árið 1990 var hann fimmtán ára og í dagárið 2025er hann stoltur faðir fimmtán ára drengs. Svona sambönd-hefði einhver haft hugmyndaflug til þess ímynda sér þau ættu sér stað-hefðu ekki flogið þá og hvað þá tilhugsun fullorðin kona væri orðin hluti af fjölskyldulíf barnanna.

Þegar þarna var við sögu komið héldu margir málið gæti ekki orðið furðulegra. Ólafur Arnarson bloggari var því ósammála en hann gegnir einhverju hlutverki á DV, flokksmálgagni Viðreisnar, þar sem hann meðal annars heldur úti dálkinum Orðinu á götunni. Ólafur skrifaði á samfélagsmiðil sinn hann krefðist þess æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins, Morgunblaðsins og Sýnar segðu af sér vegna málsins. Hvorki meira minna! Það skal játast það hefði verið áhugavert ef Herdís Fjeldsted hefði notað tækifærið og sagt upp forstjórastarfinu hjá Sýn vegna málsins.

Og vitleysan stöðvaðist ekki þarna. Össur Skarphéðinsson, fasteignamógull og fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, blandaði sér í leikinn. Niðurstaða hans var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir yrði axla ábyrgð á málinu. Hún hafi sennilega vélað um það Morgunblaðinu bærust upplýsingar um vafasama fortíð þáverandi barnamálaráðherra, sem hafði svo milligöngu koma þeim upplýsingum áleiðis til Ríkisútvarspsins, sem náði svo ekki einu sinni flytja fréttina áður en ráðherrann sagði af sér.

Og ef þetta var ekki nóg þá skaut stjórnsýslufræðingur nafninu Haukur Arnþórsson upp kollinum. Hans skilaboð voru Ásthildur Lóa væri flekklaus með öllu og um fráleitar ásakanir fjölmiðla væri ræða. Haukur er lausnamiðaðurrétt eins og ráðuneytisstjóri fyrrverandi barnamálaráðherraog taldi farsæla lausn felast í því Ásthildur myndi skipta á ráðherraembætti við Ingu Sæland flokksformann sinn.

Þegar fólk hélt atburðarásin gæti ekki orðið hálfvitalegri þá sendi þjóðkirkjan sitt fólk út á örkina. Rætt var við séra Bjarna Karlsson í hádegisfréttum Bylgjunnar á mánudag. Þar talaði hann hversu mikið gjöf það væri til samfélagsins frelsisblys á borð við Ásthildi Lóu byðu fram krafta sína í stjórnmálum. Það væri með öllu afleitt fjölmiðlaumhverfið væri með þeim hætti slíkt afburðafólk hrökklist frá þátttöku. Bjarni sagði orðrétt:

Megum ekki skapa og viðhalda menningu þar sem óttinn við missa æruna og setja líf ástvina í hættu með því einu gefa kost á sér, ef þessi ótti ríkir og ræður þá munum við sitja upp með einhvers konar einræktun á forystufólki, stjórnendur sem hafa harðan skráp og skarpan heila en skortir félagslegt innsæi og þekkingu á raunverulegu lífi.

Er fólki sjálfrátt?

Út af þessu ógeðfellda máli öllu og pólitískum öngum þess, virðist allt í einu vera orðin hin óvænta meginstraumsskoðun hjá vænum hópi fólks, jafnvel vænsta fólks, normalísera kynferðissamband fullorðinna við táninga. Verji hið óverjandi.

Fyrir því eru þrjár skýringar helstar nefndar: miðöldum hafi ekki lokið fyrr en 1990, skrímslastofa Valhallar stjórni RÚV eða Ásthildur Lóa Þórsdóttir framúrskarandi stjórnmálamaður.

Vandinn er , jafnvel þó allt væri þetta satt, þá leiðir það ekki af sér sjálfsagt eða ekki í frásögur færandi, fullorðið fólk liggi með táningum, hvorki 1989. Hvað þá fólk sem hefur helgað sig köllun til barnauppfræðslu.

Það er auðvelt ímynda sér önnur dæmi um annað valdafólk og hvernig því væri tekið ef það kæmi í fréttum það hefði fyrr á árum haft samræði við unglinga eða viðhaft annað lostugt athæfi í þeirra garð. Eða nei, við þurfum ekkert ímynda okkur um það. Við höfum nefnilega tiltölulega nýleg, hliðstæð dæmi um slíkt, þar sem mennirnir hafa sætt víðtækri fordæmingu, bæði lifandi og látnir, þó áratugir hafi liðið síðan.

En virðist eitthvað hafa breyst og afstaða til kynferðissamneytis fullorðinna og unglinga orðin núanseruð og skilyrt. Þannig var það ekki fyrir þremur mánuðum. Þannig var það ekki einu sinni í síðustu viku, en virðist það breytt hjá stórum hópi fólks. Eins og eitthvað hafi spillst út af pólitík. En það er ekki pólitísk spilling, heldur siðspilling.

Fjölmiðlarýni er einn af föstum dálkum Viðskiptablaðsins. Þessi pistill birtist fyrst í blaðinu sem kom út 26. mars 2025.

Nafnalisti

  • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttirnýsköpunarráðherra
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Bjarni Karlssonprestur
  • Eiríkur Bergmann Einarssonprófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
  • Haukur Arnþórssonstjórnsýslufræðingur
  • Herdís Fjeldstedframkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands
  • Inga Sælandformaður
  • Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttirforseti Menntavísindasviðs
  • Ólafur Arnarsonfyrrverandi formaður Neytendasamtakanna
  • Ólafur Þ. Harðarssonprófessor í stjórnmálafræði
  • Össur Skarphéðinssonþingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra
  • Sunna Karen Sigþórsdóttirfréttamaður

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 1442 eindir í 71 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 57 málsgreinar eða 80,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,63.