„Þarf ekki fyrirliðaband til að vita að ég er leiðandi“
Óðinn Svan Óðinsson
2025-03-13 13:57
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, kynnti í gær fyrsta landsliðshóp sinn. Hópurinn mun leikiur tvo leiki gegn Kósóvó í umspili í Þjóðadeildinni síðar í þessum mánuði. Það sem helst vakti athygli var að Arnar tilkynnti á sama tíma að Orri Óskarsson væri nýr fyrirliði. Þá vakti það athygli sumra að Aron Einar Gunnarsson, fyrrverandi fyrirliði, er í hópnum.
Spenntur fyrir nýjum áherslum
„Tilfinningin að vera í valin í hópinn er bara mjög góð. Spennandi hópur. Það verða greinilega breytingar og nýjar áherslur og það er alltaf spennandi þegar það dettur í gang. Ég fann strax mikinn eldmóð og spennu frá Arnari og vissi að það skipti hann miklu máli hvernig fysti hópurinn væri, til að setja standard,“ segir Aron sem leikur með Al-Gharafa í Katar.
Næsta gullkynslóð tilbúin
Arnar Gunnlaugsson kom í viðtal eftir fyrsta landsliðsval sem þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Þar fór hann fyrir vali sínu á nýja fyrirliðanum Orra Steini Óskarssyni. „Pælingin með Orra er að mér finnst bara að þessi næsta gullkynslóð sé tilbúin. Að hann vilji fá rödd. Að hann vilji fá að leiða þetta inn í framtíðina. Þetta eru töffarar. Þeir eru svolítið búnir að vera að bíða eftir tækifærinu. Þeir hafa núna verið að sýna það á mjög háu stigi með félagsliðum að þeir séu tilbúnir. Auðvitað er þetta leiðinlegt fyrir eldri leikmennina. Þetta er mikill heiður að leiða þína þjóð en þeir þurfa ekki fyrirliðaband frá mér til að til að vera leiðtogar í þessum hóp,“ sagði Arnar.
RÚV/Mummi Lú
„Held að þetta sé rétt þróun“
Aron segist skilja og virða ákvörðun Arnars. „Ég vissi alveg að hann hafði hugmyndir um annað og eins og hann útskýrði líka vel að ég þarf ekki fyrirliðaband til að vita að ég er leiðandi í þessum hóp. Þetta er svipuð staða og ég var í þegar ég tók við bandinu og Orri og Hákon vita það að ég er til staðar fyrir þá þegar þeir vilja. Ég held þetta sé rétt þróun. Þetta kannski lætur þá axla meiri ábyrgð og ég var hlyntur þessari hugmynd frá byrjun.“]] Ég held það sé jákvætt að ég sé enn í hópnum sem leikmaður svo plásturinn sé ekki bara rifinn af. Mér finnst gott að geta gefið af mér þegar þess þarf. [[[[Mummi Lú
Galið að velja Aron í hópinn?
Einhverjir hafa gagnrýnt valið á Aroni í hópinn en hann hefur aðeins spilað sex leiki með liði sínu í Katar það sem af er tímabilinu. Einn þeirra er Þórður Einarsson, yfirþjálfari yngri flokka Þróttar, sem birti færslu á X eftir að hópurinn var tilkynntur þar sem hann lét í ljós óánægju sína. „Margir góðir spilarar ekki valdir. Það skýtur því skökku við, raunar galið að Aron Einar hafi verið valinn. 731 mínúta af fótbolta síðan 2023. Þar af 6 leikir í Lengjunni (1 sigur),“ segir í færslunni.
Fínn hópur & sjaldan verið eins erfitt að velja hóp en um þessar mundir. Margir góðir spilarar ekki valdir.
Það skýtur því skökku við, raunar galið að Aron Einar hafi verið valinn. 731 mínúta af fótbolta síðan 2023. Þar af 6 leikir í Lengjunni (1 sigur)
https://t.co/pw4hPk9Ula]]— Þórður Einarsson (@doddi_111) March 12, 2025
Ætlar að svara gagnrýni innan vallar
Aron segir eðlilegt að fólk hafi skoðun á landsliðshópnum. Ef einhverjir efast um ágæti hans í hópnum ætli hann að sýna það inni á vellinum að valið hafi verið rétt. „Ég er orðinn vanur þessari gagnrýni. Ég hef verið að spila vel í Meistaradeildinni hér í Asíu og æfa 100% þannig að ég er klár. Ég hef í raun sjaldan verið hungraðri en akkúrat þessa stundina í að sýna mig og sanna.“
Þannig að það er ekki galið að velja Aron Einar í landsliðið árið 2025?
„Við skulum bara sjá til með það. Fólk mál alveg hafa sínar skoðanir og allt það en það er alltaf gömul tugga í fótboltanum að sýna það í verki innan vallar, hvað maður getur og það er planið hjá mér,“ segir Aron að lokum.
Mummi Lú
Nafnalisti
- Arnar Gunnlaugssonþjálfari
- Aron Einar GunnarssonFyrirliði
- Hákonsonur Bjarna Gíslasonar, pr. á Söndum í Dýrafirði, og k.h., Helgu Árnadóttur húsfreyju
- Marchaðstoðarmaður Rangnick
- Mummi Lúljósmyndari
- Orri Steinn Óskarssonungur framherji
- Þórður Einarssonknattspyrnuþjálfari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 723 eindir í 53 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 43 málsgreinar eða 81,1%.
- Margræðnistuðull var 1,68.