Brugðið þegar Ást­hildur bankaði upp­á klukkan tíu að kvöldi

Jón Ísak Ragnarsson

2025-03-21 20:23

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar.

Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld.

Er algjör trúnaður þar?

Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum.

Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um ? segist Ólöf hafa spurt.

Algjör trúnaður, eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn.

Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst:]] Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir. [[ Ég er ekki bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara benda Kristrúnu á það, þegar hún er búin vita hvert málefnið er, af því ég var reyna koma því á það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi.

Ef Kristrún vildi hitta mig og vita efnið, þá mætti hún kalla á Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum, segir Ólöf í viðtalinu.

Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22.

Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: hún veit nafnið þitt? eða megum við gefa upp nafnið þitt? hún hafa samband við þig? Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest, sagði Ólöf.

Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig

Ólöf segir hún hafi viljað barnamálaráðherra segði af sér.

Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu.

Ásthildur hafi svo reynt útskýra það í 45 mínútna símtali samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi.

Ég vildi ekki hlusta, segir Ólöf.

Ég ætlaði samt hlífa þessari konu. Ég var ekki búin tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um ég vildi hitta hana í fimm mínútur, segir Ólöf.

Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið.

Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt [dóttir Eiríks] segði honum ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.

Ég var reyna koma á framfæri stóru máli. kona þurfi segja af sér ráðuneyti af því hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var vernda hana [Ásthildi], með því reyna fund með Kristrúnu. og svo ætti hún bara fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka, segir Ólöf.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR
  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Eiríkurvaraformaður Skipstjórafélags Íslands
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ólöf Björnsdóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 645 eindir í 40 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 31 málsgrein eða 77,5%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.