„Mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins“

Ritstjórn mbl.is

2025-04-03 07:05

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir tollar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins og Evrópusambandið undirbúa frekari mótvægisaðgerðir.

Trump tilkynnti í gær um gagntolla sem munu leggjast á allar þjóðir heims sem eru með tolla á innfluttar vörur frá Bandaríkjunum. Sem dæmi tilkynnti forsetinn allar innfluttar vörur frá Evrópusambandinu munu sæta 20% tollum.

Tilkynning Trump forseta um tolla á vörur frá öllum heimshornum, þar á meðal ESB, er alvarlegt áfall fyrir hagkerfi heimsins, segir Ursula von der Leyen.

Hún segir afleiðingar tollanna verði alvarlegar fyrir milljónir manna og fyrirtækja út um allan heim.

Við munum kalla eftir stefnumótandi viðræðum við stál-, bíla- og heilbrigðisgeirann og fleira mun fylgja í kjölfarið, sagði forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við blaðamenn.

Hún sagði ennfremur Evrópusambandið muni fylgjast vel með hvaða óbeinum áhrifum tollarnir geti haft og heitir því Evrópusambandið muni vernda iðnað álfunnar.

Nafnalisti

  • Donald Trumps Bandaríkjaforsetaþar gert ráð fyrir 5,7 milljörðum dollara í múrinn sem forsetinn vill reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó
  • Trumpkjörinn forseti Bandaríkjanna
  • Ursula von der Leyenforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 154 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,64.