Þessir fjórir munu leika Bítlana í nýjum myndum
Anna María Björnsdóttir
2025-04-01 10:51
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Paul Mescal, Barry Keoghan, Harris Dickinson og Joseph Quinn munu fara með hlutverk Bítlanna í fjórum nýjum myndum um hljómsveitina goðsagnarkenndu sem von er á árið 2028.
Paul Mescal, sem er einna þekktastur fyrir leik sinn í Normal People og Gladiator II, mun leika nafna sinn Paul McCartney á meðan Barry Keoghan sem fór með stórleik í myndinni Saltburn mun leika Ringo Starr.
Harris Dickinsson skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar hann lék á móti Nicole Kidman í Babygirl en hann mun fara með hlutverk John Lennons og Joseph Quinn, sem lék nýverið í Marvel-myndinni Fantastic Four, leikur George Harrison.
Það er Óskarsverðlaunahafinn Sam Mendes sem mun leikstýra fjórum kvikmyndum um hljómsveitina fræknu, hverja frá sjónarhóli hvers sveitarmeðlims. Ætlunin er svo að vefja saman sögum fjórmenninganna í gegnum myndirnar fjórar.
Þetta var tilkynnt á ráðstefnunni CinemaCon í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær. Þar sagði leikstjórinn að Bítlarnir væru allir svo ólíkir og til þess að fá dýpri skilning á þeim vilji hann gefa hverjum og einum þeirra betri skil í fjórum ólíkum myndum sem tengjast þó allar. „Saman munu allar fjórar myndirnar segja sögu merkustu hljómsveitar allra tíma.“
Sam Mendes, leikstjóri. AP/Invision/Chris Pizzello
Áður hafa verið gerðar myndir um hljómsveitina og má þar nefna Backbeat, Nowhere Boy og I Wanna Hold Your Hand en þetta er þó í fyrsta sinn sem allir hljómsveitarmeðlimir, lifandi og umsjónarmenn dánarbúa þeirra sem fallnir eru frá, hafa veitt fullt leyfi til þess að segja ævisögur þeirra og réttinn til að nota tónlist þeirra í leikna frásagnarmynd.
Hljómsveitin var stofnuð árið 1960 og hafði gífurleg áhrif á dægurmenninguna og breytti tónlistarlandslaginu til frambúðar. Þeir voru einnig fyrstu alþjóðlegu nútímapoppstjörnurnar.
Aðeins Paul McCartney og Ringo Starr eru enn á lífi en John Lennon var myrtur árið 1980 og Goerge Harrison lést úr krabbameini 2001. Árið 2023 gáfu McCartney og Starr út lokalag Bítlanna, Now and Then, sem byggði á gömlum upptökum af rödd Lennons og gítarspili Harrisons.
Nafnalisti
- Barry Keoghanírskur stórleikari
- Chris Pizzello
- CinemaConráðstefna
- Fantastic Fourkvikmynd
- George Harrisonbítill
- Gladiator II
- Goerge Harrison
- Harris Dickinson
- Harris Dickinsson
- John Lennontónlistarmaður
- John Lennonstónlistarmaður
- Joseph Quinnleikari
- Nicole Kidmanáströlsk leikkona
- Normal Peopledramaþáttaröð
- Now and Thenhins vegar ekki í nægilega góðum gæðum og það var lagt til hliðar
- Nowhere Boy
- Paul McCartneyfyrrverandi bítill
- Paul Mescalleikari
- Ringo Starrbítill
- Saltburnkvikmynd
- Sam Mendesleikstjóri
- Wanna Hold Your Hand
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 315 eindir í 15 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 13 málsgreinar eða 86,7%.
- Margræðnistuðull var 1,83.