Menning og listir

Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes

Atli Ísleifsson

2025-04-01 08:54

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Fjórir vel þekktir kvikmyndaleikarar hafa verið ráðnir til túlka sjálfa Bítlanaþá Paul McCartney, John Lennon, George Harrison og Ringo Starrí nýjum kvikmyndum bandaríska leikstjórans Sam Mendes sem áætlað er verði sýnd 2028.

Greint var frá þessu á kvikmyndamessu í Las Vegas í Bandaríkjunum í gær þar sem leikararnir mættu á svið ásamt leikstjóranum Mendes. Til stendur gera fjórar kvikmyndir, þar sem kastljósinu verður beint einum Bítli í hverri mynd.

Englendingurinn Harris Dickinson, sem þekktur er úr myndinni Babygirl, mun túlka John Lennon og Írinn Paul Mescal, sem er meðal annars þekktur úr Gladiator II, mun fara með hlutverk Paul McCartney.

Þá mun Írinn Barry Keoghan, sem þekktur er fyrir hlutverk sín í The Banshees of Inisherin, Dunkirk og Saltburn, fara með hlutverk trommarans Ringo Starr, og Englendingurinn Joseph Quinn túlka George Harrison. Quinn vakti síðast athygli fyrir hlutverk sitt sem keisarinn Geta í Gladiator II.

Reiknað er með þættirnir verði sýndir árið 2028.

Leikstjórinn Sam Mendes er þekktur fyrir hafa leikstýrt myndum á borð við American Beauty (1999), Road to Perdition (2002), Jarhead (2005), Revolutionary Road (2008), Skyfall (2012), Spectre (2015) og stríðsmyndinni 1917 (2019).

Nafnalisti

  • American Beautykvikmynd
  • Barry Keoghanírskur stórleikari
  • Dunkirkkvikmynd
  • George Harrisonbítill
  • Gladiator II
  • Harris Dickinson
  • John Lennontónlistarmaður
  • Joseph Quinnleikari
  • Paul McCartneyfyrrverandi bítill
  • Paul Mescalleikari
  • Revolutionary Road
  • Ringo Starrbítill
  • Roadbeitt kynferðisofbeldi
  • Saltburnkvikmynd
  • Sam Mendesleikstjóri
  • Skyfallmynd
  • Spectrekvikmynd
  • The Banshees of Inisherinkvikmynd

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 208 eindir í 8 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 8 málsgreinar eða 100,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,93.