VeiðiViðskipti

Norðmenn fluttu út sjávarfang fyrir andvirði 177,5 milljarða ÍSK í febrúar

Ritstjórn Viðskiptablaðsins

2025-04-01 10:51

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Enn á ný var slegið met í útflutningsverðmætum sjávarafurða og fiskeldis í Noregi í febrúarmánuði sem einkum rekja til mikillar aukningar í útflutningi á laxi. Útflutningsverðmætin í mánuðinum námu 14,2 milljörðum NOK, andvirði 177,5 milljarða ÍSK. Útflutningsverðmætin voru 853 milljónum NOK hærri í febrúar 2025 en í sama mánuði 2024.

Við höfum aldrei áður upplifað svo mikil útflutningsverðmæti í febrúarmánuði, segir Christian Chramer, forstjóri norska sjávarafurðaráðsins. Hann segir aukninguna að hluta til mega rekja til veikrar stöðu norsku krónunnar og mikillar aukningar í útflutningi til Bandaríkjanna sem skilaði hæstu útflutningsverðmætum nokkru sinni í febrúarmánuði.

Samkvæmt gögnum norska sjávarafurðaráðsins námu útflutningsverðmæti sjávar- og eldisafurða til Bandaríkjanna 548 milljónum NOK, 6,8 milljörðum ÍSK og jukust um 52% frá sama mánuði 2024. Heildarútflutningsverðmætin til Bandaríkjanna námu 985 milljónum NOK.

Ennþá ríkir mikil óvissa hvað tollahindranir varðar til framtíðar litið. Við fylgjumst grannt með framvindu mála í samráði við norsk stjórnvöld, sagði Chramer.

Nafnalisti

  • Christian Chramerframkvæmdastjóri Norska sjávarafurðaráðsins

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 149 eindir í 9 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 77,8%.
  • Margræðnistuðull var 1,58.