Segist ætla að kaupa Tesla til stuðnings Musk

Ritstjórn mbl.is

2025-03-11 06:30

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla kaupa glænýja Tesla bifreið til sýna Elon Musk, helsta ráðgjafa sínum, stuðning en Musk er forstjóri Tesla.

Til rebúblikana, íhaldsmanna og allra frábærra Bandaríkjamanna, Elon Musk er hjálpa þjóðinni og er vinna frábært verk, segir Trump á samfélagsmiðli sínum, Truth Social.

Hann segir róttækir vinstri brjálæðingar séu sniðganga Tesla, sem er einn stærsti bílaframleiðandi heims, með ólöglegum hætti til ráðast á og skaða Elon, og allt sem hann stendur fyrir.

Ég ætla kaupa glænýja Teslu á morgun til stuðnings honum. Hvers vegna ætti refsa honum fyrir leggja mikla hæfileika sína til hjálpa til gera Bandaríkin frábær á nýjan leik, skrifar Trump í færslunni í gær.

Frá því Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á nýjan leik í janúar hefur hann veitt milljarðarmæringnum Musk vald til skera niður útgjöld alríkisstjórnarinnar og leggja niður stofnanir sem yfirmaður svokallaðrar hagkvæmisdeildar, DOGE.

Hlutabréf í Tesla lækkuðu um meira en 15 prósent í gær þar sem óvissa um innflutningstolla og hótanir Trumps hafa valdið óróa á bandarískum fjármálamörkuðum.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Elonþví orðinn 28 ára gamall milljarðamæringur
  • Elon Muskforstjóri
  • Truth Socialsamfélagsmiðill

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 195 eindir í 7 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 6 málsgreinar eða 85,7%.
  • Margræðnistuðull var 1,67.