EfnahagsmálViðskiptiStjórnmál

Séríslenskar reglur hamli lengri föstum vöxtum

Ritstjórn mbl.is

2025-03-17 17:03

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Uppgreiðslugjöld á Íslandi eru mun óhagstæðari en í nágrannalöndunum og mun meira íþyngjandi en tilskipun ESB mælir fyrir. Séríslenskar reglur draga úr hvata banka til bjóða lán með föstum vöxtum til lengri tíma. Þetta takmarkar valkosti neytenda og eykur óvissu í greiðslubyrði. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu sem dr. Jón Helgi Egilsson hagfræðingur vann fyrir fjármálaráðuneytið og birt var fyrr í þessum mánuði.

Fjármálaráðherra tekur jákvætt í sumar hugmyndirnar, en tekur fyrir ríkið taki á sig aukna áhættu með þátttöku á vaxtaskiptamarkaði.

Jón Helgi vann skýrsluna beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, þáverandi fjármálaráðherra, en hún er um húsnæðislánamarkaðinn hér á landi og hvað megi betur fara, sérstaklega um löng óverðtryggð lán og hvernig megi tryggja fasta slíka vexti til langs tíma til draga úr óvissu og tryggja heimilum stöðugleika í greiðslubyrði, en líka um hvernig draga megi úr vægi verðtryggingar.

Ólíkar fjármögnunarleiðir skapi óhagkvæmni

Í samantekt skýrslunnar vísar Jón Helgi meðal annars til þess á evrusvæðinu talsverður innbyrðis vaxtamunur sem sýni mikilvægi innlends regluverks og markaðar. Hér á landi segir hann sérreglur draga úr þeim hvata lengri föst óverðtryggð lán séu í boði og ólíkar fjármögnunarleiðir fyrir verðtryggð og óverðtryggð lán skapi óhagkvæmni og geti leitt til lakari kjara fyrir lántakendur.

Leggur Jón Helgi til íslensk stjórnvöld endurskoði lög með það fyrir augum auka hvata bankanna til bjóða lán með föstum vöxtum til lengri tíma. Jafnfram bendir hann á til bankar kjósi bjóða lán með föstum vöxtum til langs tíma þurfi lágmarka vaxtaáhættu.

Ýtt verði undir vaxtaskiptamarkað

Úr slíku hægt bæta með notkun vaxtaskiptasamninga og telur Jón Helgi allar forsendur til staðar til nýta þá. Segir hann banka í nágrannalöndum nýta slíka samninga til lágmarka vaxtaáhættu sína og það auðveldi þeim bjóða vexti til langs tíma.

Leggur Jón Helgi til stjórnvöld stuðli markvisst þróun vaxtaskiptamarkaðar með aukinni kynningu, fræðslu, samtali og virkri þátttöku ríkissjóðs í slíkum samningum til bæta áhættustýringu og framboð lána með föstum vöxtum til langs tíma.

Skýr markmið um drag úr verðtryggðum lánum

Kemst hann jafnframt þeirri niðurstöðu tvískiptur markaður með bæði verðtryggð og óverðtryggð lán dragi úr skilvirkni peningastefnunnar með því milda áhrif vaxtabreytinga og stuðli meiri sveiflum á fasteignalánamarkaði. Leggur hann aftur til styrkja vaxtaskiptamarkað en jafnframt afnema hámark uppgreiðslugjalds og styrkja markað fyrir sértryggð skuldabréf sem draga eigi úr vægi verðtryggðra fasteignalána.

Auk fyrrnefndra atriða leggur Jón Helgi til ríkið setji skýr markmið um hlutfallslega minnkuð verðtryggðra lána í lánakerfinu. Telur hann með þessum aðgerðum verði hægt bæta fjármögnunarskilyrði íslenskra húsnæðislána, draga úr vægi verðtryggingar, auka stöðugleika á markaði og tryggja neytendum betri lánskjör til lengri tíma.

Ráðherra: Ætla ekki taka á sig áhættu á vaxtaskiptamarkaði

Eftir ríkisstjórn tók við lagði Sigurður Ingi fram þá fyrirspurn á þingi hvort birta ætti skýrsluna. Svaraði Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra skriflega á þingi í dag og vísaði í skýrslan hefði verið birt. Í svarinu kemur fram ráðherra líti sumt jákvæðum augum í skýrslunni, en hafnar alfarið ríkið taki þátt í vaxtaskiptasamningum og vísar til reynslunnar af lánveitingum Íbúðalánasjoðs. Kostar uppgjör sjóðsins fleiri hundruð milljarða króna.

Samkvæmt stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er það fyrsta verk hennar stöðugleika í efnahagslífi og lækkun vaxta, m.a. með stöðugleikareglu og stöðvun hallareksturs ríkisins. Með auknum trúverðugleika hagstjórnarinnar og lækkun verðbólgu næst stöðugleiki sem stuðlar því lækka bæði óverðtryggða og verðtryggða vexti, jafnt til skamms sem langs tíma. Traust hagstjórn er þannig mikilvægasta forsenda þess bæta kjör íbúðalána.

Eftir atvikum kunna koma fram, svo sem í þeirri skýrslu sem fyrirspurnin lýtur , tillögur annars eðlis sem t.d. snúa beint húsnæðismarkaðnum. Ráðherra lítur opnum hug hugmyndir sem kunna koma fram í umræðunni um bæta kjör neytenda á lánamarkaði, því marki sem þær eru skynsamlegar og samrýmast ábyrgri stjórn ríkisfjármála og efnahagsmála. Ráðuneytið hyggst t.d. skoða hvort tækifæri séu til þess auka framboð húsnæðislána með breytingum á ákvæðum laga um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða. Ráðherra telur það hins vegar ekki koma til greina ríkissjóður taki í auknum mæli á sig vaxtaáhættu vegna íbúðalána með því gerast mótaðili í vaxtaskiptasamningum við bankana eins og vakið er máls á í skýrslunni. Reynslan, ekki síst af skuldabréfaútgáfu og lánveitingum Íbúðalánasjóðs, sýnir slíkar ákvarðanir geta verið áhættusamar og á endanum mjög kostnaðarsamar fyrir samfélagið, segir í svari ráðherra.

Nafnalisti

  • Daði Már Kristóferssonfráfarandi forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Jafnframhann ákærður fyrir að hafa beitt þroskaskerta konu ólögmætri nauðung
  • Jón Helgi Egilssonmeðstofnandi Monerium
  • Sigurður Ingi Jóhannssonformaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 768 eindir í 33 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 32 málsgreinar eða 97,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,62.