Viðskipti

Sauðfjárræktarsvæðin: námskeið um stofnun og rekstur lítillafyrirtækja

Ritstjórn Bæjarins besta

2025-03-30 14:16

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Á morgun hefst þriggja dagstunda námskeið um stofnun og rekstur lítilla fyrirtækja.

Námskeiðið er liður í byggðaáætlun stjórnvalda og er einkum miðað á sauðfjárræktarsvæði landsins á norðvestur hluta landsins þar sem samdráttur hefur verið undanfarin ár í þeirri atvinnugrein.

Námskeiðið er gjaldfrjálst og fer fram á Teams á eftirfarandi dagsetningum:

Mánudaginn 31. mars frá 17:00-18:30

Fyrirlestur um frumkvöðla og einkenni þeirra + spjall/umræður

Þriðjudaginn 1. apríl frá 17:00-18:30

Fyrirlestur um hvernig hugmynd fer á markað + spjall/umræður

Fimmtudaginn 3. apríl frá 17:00-18:30

Fyrirlestur um gerð áætlana + spjall/umræður.

Þátttakendur þurfa skrá sig og senda póst með nafni þátttakenda, símanúmeri og nafni sveitarfélags á . Leiðbeinandi er Jón Snorri Snorrason. Hann er prófessor við Háskólann á Bifröst. Hefur verið forstjóri stórfyrirtækja s.s. Ölgerðin Egill Skallagímsson, Bifreiðar & landbúnaðarvéla (B & L), Öryggismiðstöðvarinnar. Setið í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja s.s. Lyfju, Vátryggingafélags Ísland (VÍS), Íslenska lífeyrissjóðsins og Verðbréfaþing Íslands. Verið viðloðandi kennslu við háskóla í 40 ár, Forstöðumaður MBA námsins við Viðskiptafræðideild og síðar lektor þar og verið deildarforseti Viðskiptadeildar á Bifröst.

Á þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í tengslum við þróa viðskiptahugmyndir. Farið verður yfir markaðsgreiningu tækifæra og hvernig viðskipta- og markaðsáætlanir eru byggðar upp. Lögð er áhersla á þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta í stofnun og rekstri fyrirtækis.

Eftir námskeiðið eiga nemendur :

Þekkja greina tækifæri á markaði

Geta sett fram einfalda rekstraráætlun

Nafnalisti

  • Egill Skallagímsson
  • Jón Snorri Snorrasonlektor í viðskiptafræði og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins Sigurplasts
  • Teamssamskiptaforrit

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 262 eindir í 21 málsgrein.
  • Það tókst að trjágreina 15 málsgreinar eða 71,4%.
  • Margræðnistuðull var 1,56.