Stjórnmál

Sjálfstæði í brennidepli í aðdraganda kosninga

Ritstjórn mbl.is

2025-03-09 10:22

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Kosningar fara fram í Grænlandi á þriðjudaginn, helsta umræðuefnið í aðdraganda þeirra hefur verið mögulegt sjálfstæði eyjunnar stóru. Allir flokkarnir sem bjóða fram styðja sjálfstæði, spurningin er því ekki hvort heldur hvenær skuli lýsa yfir sjálfstæði Grænlands.

Kannanir benda til þess vinstri flokkurinn Inuit Ataqatigiit muni fara með sigur af hólmi. Leiðtogi flokksins er Mute Egede sem er núverandi leiðtogi heimastjórnar í Grænlandi.

Gert ráð fyrir sjálfstæði í lögum

Danska stjórnarskráin gerir ráð fyrir mögulegu sjálfstæði Grænlands en í nítjándu grein hennar segir Danmörk megi gefa eftir hluta af landsvæði sínu með því skilyrði þingmeirihluti fyrir því. Frederik Waage, lagaprófessor í Háskólanum í Suður-Danmörku, segir óumdeilt sjálfstæði Grænlands krefjist ekki stjórnarskrárbreytinga.

Í 21. grein laga um sjálfsstjórn Grænlands er ferlinu um það hvernig Grænland getur lýst yfir sjálfstæði lýst. Ríkisstjórnir þjóðanna þurfa komast samkomulagi og í kjölfarið yrði svo haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Grænlandi. Ef sjálfstæði yrði samþykkt þyrfti svo danska þingið lokum samþykkja það.

Sjálfstæðið stutt af þjóðarleiðtogum

Bæði Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa lýst því yfir valdið liggi hjá grænlensku þjóðinni, aðeins hún geti ákvarðað um næstu skref.

Trump ávarpaði meðal annars bandaríska þingið í vikunni þar sem hann lýsti því yfir hin stórkostlega grænlenska þjóð ætti rétt á því stjórna sér sjálf. Hann tók þó fram Bandaríkin myndu taka við Grænlandi opnum örmum og sjá til þess þjóðin myndi verða bæði rík og örugg.

Ferlið fer ekki strax af stað

Fráfarandi heimastjórn í Grænlandi skipaði í september starfshóp sem var falið það verkefni skila skýrslu um það hvernig skuli fara því lýsa yfir sjálfstæði á grundvelli 21. greinar laga um sjálfstjórn Grænlands.

Gert er ráð fyrir því skýrslan verði ekki birt fyrr en í fyrsta lagi í lok næsta árs. Allir þeir flokkar sem bjóða fram í kosningunum hafa lýst því yfir ekki komi til greina lýsa yfir sjálfstæði fyrr en í fyrsta lagi eftir skýrslan hefur verið birt.

Albaek Jensen, prófessor emeritus við Háskólann í Árósum, segir þegar ferlið hefst muni það taka mörg ár. Leysa þyrfti úr ýmsum hnútum áður en sjálfstæði yrði mögulegt.

Nafnalisti

  • Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
  • Frederikdanskur áhrifavaldur og raunveruleikastjarna
  • Inuit Ataqatigiitvinstriflokkur
  • Mette Frederiksenforsætisráðherra
  • Mute Egedeforsætisráðherra

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 382 eindir í 20 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 90,0%.
  • Margræðnistuðull var 1,60.