Sæki samantekt...
„Staðan er í sjálfu sér óbreytt, við erum á neyðarvaktinni og fylgjumst grannt með framvindu mála,“ segir Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku í Svartsengi, eftir að gos hófst á Reykjanesskaga nú fyrir skemmstu.
„Eins og staðan er núna stendur orkuverinu ekki ógn af hraunflæði, en við þurfum eins og aðrir fylgjast með,“ segir Birna við mbl.is.
Neyðarstjórn virkjuð
Kveður upplýsingafulltrúinn starfsemi Svartsengis með eðlilegu móti, nema hvað henni sé nú stýrt frá Reykjanesvirkjun.
„Við fylgjumst mjög vel með og neyðarstjórn HS Orku er að störfum og fundaði í morgun,“ segir hún og bætir því við að borholuviðvörunarkerfi Veðurstofunnar hafi í morgun gefið þrjú merki sem fylgst væri með, varðandi jarðskjálftavirkni, borholumælingu HS Orku í Svartsengi og mælingar á ljósleiðurum.
„Eins og í gosum á þessu tímabili,“ segir Birna Lárusdóttir að lokum varðandi gang mála hjá HS Orku.
Páll Erland forstjóri Veitna bendir á að gossprungan sé skammt frá varnargarði við Grindavík, „þar með erum við að horfa til þess hvernig hún muni þróast og þar með hraunflæðið í kjölfarið“, segir forstjórinn enn fremur og bætir því við að fulltrúar Veitna hafi verið í nánu sambandi við almannavarnanefnd ríkislögreglustjóra í morgun og virkjað neyðarstjórn sína.
Nafnalisti
- Birna Lárusdóttirupplýsingafulltrúi Vesturverks
- Páll Erlandforstjóri HS Veitna
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 213 eindir í 7 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 7 málsgreinar eða 100,0%.
- Margræðnistuðull var 1,66.