Stjórnmál

Mótmæla handtöku borgarstjóra Istanbúl: „Lýðræðinu stórlega ógnað“

AFP

2025-03-24 14:11

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Við [borgarstjórar í Evrópu] fordæmum handahófskennda fangelsun borgarstjóra Istanbúl og lýsum yfir djúpum áhyggjum af stöðunni, sem og endurteknum árásum á grundvallarréttindi og sjálfstæði sveitarfélaga í Tyrklandi, segir í sameiginlegri áskorun borgarstjóra víða í Evrópu til tyrkneskra yfirvalda vegna handtöku borgarstjóra Istanbúl, Ekrem Imamoglu, þann 19. mars.

Það eru samtökin EuroCities sem halda utan um áskorun borgarstjóranna, en meðal borgarstjóra sem hafa skrifað undir eru Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, Juhana Vartiainen, borgarstjóri Helsinki, og Erik Lae Solberg, borgarstjóri Óslóar.

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, tekur þátt í áskoruninni en í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg er haft eftir henni vegna málsins: Það skiptir máli Reykjavík taki alltaf afstöðu með mannréttindum og lýðræði. Hér er lýðræðinu stórlega ógnað, og því er þessi handtaka óásættanleg.

Borgarstjórarnir skora á tyrknesk yfirvöld leysa borgarstjóra Istanbúl og stjórnarandstæðinga úr haldi þegar í stað; hætta pólitískum ákærum, þrýstingi og árásum á sjálfstæði sveitarfélaga; og tryggja virðingu fyrir lýðræðislegum ferlum og mannréttindum í Tyrklandi.

Borgarstjóri Istanbúl í haldi

Á sunnudag fyrirskipaði dómstóll í Tyrklandi Imamoglu, borgarstjóri Istanbúl og stjórnarandstæðingur, skyldi sæta gæsluvarðhaldi ásamt tugum samverkamanna vegna ákæru um spillingu. Lýðræðisflokkur fólksins (CHP), flokkur borgarstjórans, hefur lýst aðgerðunum sem pólitískri valdaránstilraun undir forystu Erdogans, forseta Tyrklands.

Hver er Ekrem Imamoglu?

Imamoglu var kjörinn borgarstjóri Istanbúl árið 2019 og endurkjörinn með yfirburðum árið 2023. Með sigri í stærstu borg Tyrklands, þar sem nærri 16 milljónir manns búa, varð borgarstjórinn helsti pólitíski andstæðingur Erdogans.

Hvað er hann sakaður um?

Borgarstjórinn var handtekinn morgni miðvikudags, meðal annars fyrir spillingu og stuðning við hryðjuverkasamtök, vegna samkomulags í kosningum milli CHP og Kúrdaflokks sem yfirvöld telja tengdan Verkamannaflokki Kúrdistans (PKK), sem er á hryðjuverkalista tyrkneskra stjórnvalda.

Samkvæmt gæsluvarðhaldsúrskurði sem AFP fékk í hendur á sunnudag, er Imamoglu í haldi fyrir stofna og stýra glæpasamtökum, þiggja mútur, spillingu, ólöglega skráningu persónuupplýsinga og fölsun í útboðum.

Í úrskurðinum segir einnig þó grunur sterkur um stuðning við vopnuð hryðjuverkasamtök, ekki nauðsynlegt á þessu stigi ákæra fyrir þau brot þar sem hann hefur þegar verið úrskurðaður í hald vegna fjármálaglæpa.

Imamoglu hefur verið vikið úr embætti og er í varðhaldi.

CHP í skotlínunni

Um 90 manns voru handteknir á miðvikudag, þar á meðal tveir hverfisstjórar í Istanbúlannar vegna spillingar, hinn vegna hryðjuverka.

Báðir eru kjörnir fulltrúar fyrir CHP, veraldlegan sósíaldemókratískan flokk sem stofnaður var af Mustafa Kemal Atatürk, föður tyrkneska lýðveldisins.

CHP á 134 þingsæti í tyrkneska þinginu, á móti 272 hjá AKP-flokki Erdogans. Í sveitarstjórnarkosningunum í mars 2024 vann CHP í 35 höfuðborgum fylkja af 81, ellefu fleiri en AKP. Flokkurinn vann í öllum helstu borgum landsins, þar á meðal höfuðborginni Ankara, Izmir, Antalya og iðnaðarborginni Bursa.

Umdeild tímasetning

Á sunnudag átti tilkynna Imamoglu sem forsetaframbjóðanda CHP fyrir næstu forsetakosningar árið 2028, í forkosningu þar sem hann var eini frambjóðandinn.

Á þriðjudag, örfáum klukkustundum fyrir handtökuna, hafði háskólapróf hans þegar verið ógilt-sem setti hindrun í veginn, þar sem tyrkneska stjórnarskráin krefst háskólamenntunar til forsetaframboðs.

Árið 2023 var Imamoglu ekki í framboði vegna tveggja og hálfs árs fangelsisdóms fyrir móðga meðlimi tyrknesku kjörnefndarinnar. Áfrýjun stendur enn yfir.

CHP ákvað engu að síður halda forkosninguna og hvatti alla Tyrki, líka þá sem ekki eru skráðir flokksmenn, til taka þátt, með það markmiði breyta kosningunni í eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt borgaryfirvöldum í Istanbúl greiddu 15 milljónir atkvæði í forkosningunniþar af voru 13 milljónir ekki skráðir flokksmenn CHP.

Mestu mótmæli síðan 2013

Handtaka Imamoglu hefur orðið til þess fjölmennustu mótmæli í Tyrklandi síðan Gezi-mótmælin 2013 eiga sér stað, en mótmælin 2013 hófust í Istanbúl vegna fyrirhugaðs niðurrifs almenningsgarðs.

Hundruð þúsunda tóku þátt í mótmælum í Istanbúl á föstudags- og laugardagskvöld, sem og í öðrum borgum, meðal annars í Ankara og Izmir.

Samkvæmt talningu AFP fóru mótmæli fram í að minnsta kosti 55 af 81 fylki Tyrklandseða í yfir tveimur þriðju hluta landsins.

Sérfræðingar segja mótmælin, sem mest eru leidd af ungu fólki, endurspegli gremju sem nær langt út fyrir handtökuna sjálfa.

Í kjölfar mótmælanna hefur tyrkneska ríkið óskað eftir því samfélagsmiðillinn X loki yfir 700 reikningum, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.

Nafnalisti

  • AKPstjórnarflokkur
  • Ankaratyrknesk höfuðborg
  • Anne Hidalgoborgarstjóri Parísar
  • Antalyaborg
  • Bursafjórða stærsta borg Tyrklands og mikilvæg iðnaðarborg
  • CHPlýðræðisflokkur
  • Ekrem Imamogluframbjóðandi stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Tyrklandi
  • ErdogansTyrklandsforseti
  • Erik Lae Solberg
  • Heiða Björg Hilmisdóttirformaður
  • Izmirtyrknesk borg
  • Juhana Vartiainen
  • Mustafa Kemal Atatürklandsfaðir Tyrklands nútímans

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 767 eindir í 35 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 33 málsgreinar eða 94,3%.
  • Margræðnistuðull var 1,71.