Stjórnmál

Ósammála um meint trúnaðarbrot

Ritstjórn mbl.is

2025-03-22 07:27

Upphafleg grein

0%

Sæki samantekt...

Konan sem sendi inn erindi til forsætisráðuneytisins til uppljóstra um framferði Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, segir ráðuneytið hafi gerst sekt um trúnaðarbrot. Forsætisráðuneytið hefur áður hafnað öllum fréttaflutningi af mögulegu trúnaðarbroti.

Konan, Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir Eiríks Ásmundssonar, barnsföður Ásthildar Lóu, sagði við Ríkisútvarpið í gær áður en hún sendi erindi á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra til óska eftir fundi hefði hún verið fullvissuð um það í samtali við starfsmann ráðuneytisins erindið yrði bundið trúnaði.

Það kom Ólöfu því í opna skjöldu þegar Ásthildur Lóa hringdi í hana og heimsótti hana vegna erindisins, en það var aðstoðarmaður Kristrúnar sem lét Ásthildi nafn Ólafar.

Ég var bara svo rasandi, af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði, hún veit nafnið þitt? Eða megum við gefa upp nafnið þitt? hún hafa samband við þig? Mér fannst ráðuneytið algjörlega hafa brugðist frá a-ö, sagði Ólöf í viðtalinu og bætti við:

Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrot.

Fullyrðingum um trúnaðarbrot hafnað

Forsætisráðuneytið gaf frá sér yfirlýsingu í fyrrakvöld, áður en Ólöf steig sjálf fram, þar sem öllum fullyrðingum um trúnaðarbrot var hafnað.

Fullyrðingar sem fram koma í frétt RÚV um forsætisráðuneytið hafi rofið trúnað í málinu eiga ekki við rök styðjast, segir í yfirlýsingu ráðuneytisins.

Komið til álita taka hlut forsætisráðuneytis fyrir í þingnefnd

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis hafi komið til álita taka málið á einhvern hátt til umfjöllunar á vettvangi nefndarinnar.

Þar horfa menn helst til tímalínu upplýsingagjafar úr forsætisráðuneytinu og mögulegs trúnaðarbrots gagnvart konunni sem óskaði fundar með forsætisráðherra um málið.

Forsætisráðherra ákvað efna ekki til fundar en hins vegar komst barnamálaráðherra á snoðir um nafn konunnar og áreitti bæði í síma og við heimili hennar.

Ítarlega umfjöllun um málið finna í Morgunblaðinu í dag.

Nafnalisti

  • Ásthildur Lóa Þórsdóttirformaður Hagsmunasamtaka heimilanna
  • Eiríkur Ásmundsson
  • Kristrún Frostadóttirformaður
  • Ólöf Björnsdóttir

Svipaðar greinar

Tölfræði

  • Textinn inniheldur 325 eindir í 17 málsgreinum.
  • Það tókst að trjágreina 16 málsgreinar eða 94,1%.
  • Margræðnistuðull var 1,52.