Níu látnir í árás Bandaríkjamanna í Jemen
Ritstjórn mbl.is
2025-03-15 20:32
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
Að minnsta kosti níu borgarar eru látnir í árásum Bandaríkjanna í Jemen í dag, að sögn uppreisnarmanna úr röðum Húta. Níu til viðbótar eru sagðir særðir eftir árásirnar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði.
Bandaríkjaher gerði í dag umfangsmiklar árásir á uppreisnarmenn Húta í Jemen. Herinn hæfði tugi skotmarka en ráðamenn í Bandaríkjum segja árásina vera fyrsta skrefið í nýrri sóknaraðgerð til að opna aftur fyrir siglingarleiðir um Rauðahaf, sem Hútar hafa hindrað með árásum sínum síðustu mánuði.
Ljósmyndari AFP segist hafa heyrt þrjár sprengingar í Sanaa, höfuðborg Jemen, auk þess sem hann sá reyk stökkva koma úr íbúðarhúsum í norðanveðrðri borginni. Öryggissveitir hafa girt svæðið af.
Heilbrigðisráðuneyti Húta segir í yfirlýsingu að níu óbreyttir borgarar séu látnir og níu til viðbótar særðir, flestir alvarlega.
Ný aðgerð
Trump staðfesti fyrir skömmu að Bandaríkin hefðu gert árás á Húta, sem eru uppreisnarsamtök í Jemen sem njóta stuðings klerkastjórnarinnar í Íran.
Árásirnar voru ýmist frá hafi eða lofti. „Við munum beita feikilegu banvænu afli þar til við höfum náð markmiði okkar,“ skrifar hann á Truth Social.
Síðustu mánuði hafa Hútar truflað skipaferðir yfir hafsvæðið. Fyrrum stjórn Joe Bidens framkvæmdi fjölda árása á uppreisnarseggina en tókst ekki að stöðva árásir þeirra á flutningaskip fyrir fullt og allt.
Trump skrifar að meira en ár sé liðið frá því að skip sem siglir undir bandarísku flaggi hafi náð að sila í gegnum Súesskurðinn, sem tengir Miðjarðarhaf við Rauðahaf.
Hernaðaraðgerðin er sú umfangsmesta sem Trump hefur fyrirskipað á öðru kjörtímabili sínu en ráðamenn segja þær til þess fallnar að senda Írönum skilaboð. Trump hefur áður sagst vilja ná samkomulagi við Írani til þess að koma í veg fyrir að þeir eignist kjarnorkuvopn.
Gæti staðið yfir í allnokkra daga
Ráðamennirnir segja við New York Times að árásin á Hútana gæti staðið yfir í fjölda daga og gæti stigmagnast, háð því hvernig uppreisnarmennirnir bregðast við.
Öryggisþjónustur hafa átt í basli við að staðsetja vopnakerfi Húta, en þau eru talin vera framleidd í neðanjarðarverksmiðjum og smyglað inn frá Íran.
Trump heldur áfram á Truth Social: „Til allra Húta-hryðjuverkamanna: Tími ykkar er runninn upp.“ Hann sendir svo skilaboð til Írana: „Stuðningi við Húta þarf að ljúka SAMSTUNDIS!“
Nafnalisti
- Donald Trumpþáverandi forseti Bandaríkjanna
- Joe Bidensdemókrati
- New York Timesbandarískt dagblað
- Sanaahöfuðborg
- Truth Socialsamfélagsmiðill
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 384 eindir í 21 málsgrein.
- Það tókst að trjágreina 19 málsgreinar eða 90,5%.
- Margræðnistuðull var 1,59.