FH ver deildarmeistaratitilinn í handbolta
Anna Sigrún Davíðsdóttir
2025-03-26 21:13
Upphafleg grein
Sæki samantekt...
FH er deildarmeistari karla í handbolta 2025. Liðið sigraði ÍR, 33–29, í síðustu umferð Olísdeildarinnar sem fór fram í kvöld. FH sigraði deildina einnig í fyrra.
FH hafði yfirhöndina í leiknum allt frá upphafi en staðan í hálfleik var 19–10. ÍR náði að vinna á forskotið sem Hafnfirðingar höfðu náð en það dugði ekki til. Lokatölur urðu 33–29, fyrir FH.
RÚV/Mummi Lú
Það ríkti spenna um það hvort það yrði Grótta eða ÍR sem færi í umspil. Með sigri á Aftureldingu hefði Grótta sloppið úr umspilssætinu að því gefnu að ÍR næði sér ekki í stig á móti FH. Þá færi Grótta upp í 10. sæti á kostnað ÍR vegna betri stöðu í innbyrðis viðureignum.
Það fór ekki svo en Afturelding sigraði Gróttu eð þremur mörkum, 25-28. Afturelding náði mest fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik áður en Grótta jafnaði metin í 15–15 rétt undir lok hans. Fyrstu mínútur seinni hálfleiks voru jafnar en svo tóku Mosfellingar völdin og tryggðu að lokum sigur.
Þá varð ljóst að Grótta mun fara í umspil um fall í Grill 66 deildina.
Þegar var vitað að Fjölnir væri fallið í Grill 66 deildina.
Fram og Afturelding skipust á sætum þar sem Fram beið ósigur á móti Stjörnunni, 31–29 og Afturelding tryggði tvö stig á móti Gróttu. Liðin eru jöfn stiga en úrslit innbyrðisviðureigna eru Aftureldingu til góða.
Efstu átta liðin spila í úrslitakeppni sem hefst í apríl. Það hafði þegar verið ráðið hvaða átta lið myndu leika í úrslitakeppninni en leikir dagsins skiptu einhverjir máli upp á það hvaða lið mætast og hvort liðin eigi heimaleikjarétt.
Nafnalisti
- Fjölnirungmennafélag
- Grill 66veitingastaður
- Mummi Lúljósmyndari
Svipaðar greinar
Tölfræði
- Textinn inniheldur 295 eindir í 19 málsgreinum.
- Það tókst að trjágreina 18 málsgreinar eða 94,7%.
- Margræðnistuðull var 1,74.